Stúdentablaðið - 15.12.1992, Page 40
Niðri í kjallara var stór tvöföld rúða, alveg mátuleg í gluggann vof-
unnar. Oft var talað um að setja nýju rúðuna í. En það hafði bara enginn
tíma til þess. Þá sem höfðu tíma vantaði verkfæri. Þá sem höfðu verkfæri
vantaði peninga. Það hefði líka verið dálítið leiðinlegt að vita aldrei úr
hvaða átt vindurinn blés.
Svo var hætt að hugsa um þetta og Gluggavofan fékk að vera kyrr í
sprunguhúsinu sínu og leika á gylltu flautuna sína og sveifla síða hvíta
hárinu sínu sem náði niður á tær. Og á nýjársnótt fékk hún kertaljós í
gluggann sinn og ljósið sveigði sig og teygði og dansaði á kveiknum þegar
Gluggavofan lék fallegu lögin sín og snjókomin dönsuðu líka úti og
norðurljósin dönsuðu hátt yfir húsþakinu.
Svo var það einn daginn að Ljúfa hafði stórfréttir að segja.
- Mamma, Gluggavofan er búin að eignast unga! Marga. Komdu bara
og hlustaðu.
Við hlupum inn. Það voru komnar margar nýjar sprungur í rúðuna og
krakkar Gluggavofunnar tístu og flautuðu í þeim öllum. Margar nýjar,
mjóar raddir heyrðust og allar reyndu þær að hafa hærra en mamma þeirra.
Gluggavofan okkar hlaut að vera ánægð með þessi tónelsku börn.
Það lá líka vel á henni. Allan daginn var glaumur og gleði og sann-
kölluð listahátíð í glugganum. Skyldu ekki litlu vofurnar vera orðnar
þreyttar? Að minnsta kosti gleymdu þær að loka húsunum sínum og það
varð ískalt í herberginu. I rökkrinu varð rúðan eins og silfurlit stjarna og
svo kom myrkur og þá varð hún eins og stjarna sem hefur villst að heiman
og vill komast inn í hús mannanna. Og allar vofurnar með síða hvíta hárið
flautuðu á sínar gylltu flautur.
En mennirnir og böm mannanna hafa heitt blóð og þola ekki kulda. Og
pabbi Ljúfu tók stóran tréhlera og negldi fyrir gluggann. Og silfurstjarnan
sást ekki framar og enginn flautuleikur heyrðist.
Því Gluggavofan flutti með alla krakkana sína.
Þau settust á bak vindfuglunum og flugu út í nóttina meðan við sváf-
um.
Kannske hafa þau fundið annað gamalt hús með sprungna glugga og
kannske eigum við einhverntíma eftir að hitta þau. Því við fluttum líka úr
húsinu og enginn veit hvar menn og vofur kunna að finnast.
Og þegar ég sé gamalt hús horfi ég alltaf vandlega á það. Því kannske
38