Stúdentablaðið - 15.12.1992, Side 50
- Viltu súkkulaði? spyr hún. Hún hristir blautt hárið, hengir ljósgráa
jakkann sinn inn í skáp, fer inn í stofu og sest í stól á móti manninum.
- Eg asnaðist til að fara inn á vídeóleiguna sem vinkona hennar
mömmuermeð. Það varauðvitað sami söngurinn í henni og öllum öðrum.
Hvort við séum enn í sömu íbúðinni. Hvort þú sért enn í sömu vinnunni.
Hvort við ætlum nú ekki að fara að koma með eitt lítið.
Maðurinn lítur upp.
- Þessar andskotans kellingar, hvað kemur þeim við hvað við gerum?
- Ég er orðin svo þreytt á þessu, segir konan, röddin er ofurlítið rám.
Hún ræskir sig og kyngir.
Maðurinn horfir á hana svolitla stund, svo snýr hann sér aftur að sjón-
varpinu. Geltandi vélbyssur yfirgnæfa það sem konan segir þegar hún
stendur upp. A sjónvarpsskjánum liggja blóðug lík í skógarrjóðri.
Konan stendur á miðju stofugólfinu.
- Talaðu við mig, segir hún.
- Ég ætla að gá hvernig þessi mynd er, segir maðurinn. Hann starir
beint fram, einbeitir sér að sjónvarpinu og rétt lítur út undan sér til kon-
unnar þegar hún fer út úr stofunni. Hún er niðurlút. Ljóst hárið fellur fram
og hylur andlitið.
48