Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 2

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 2
Aðalfundur S.D.L Aðalfundur S. D. í. var haldinn að Hótel Esju þann 29. maí sl. í næsta blaði verður birt skýrsla stjórnar sambandsins svo og skýrsla Dýraverndun- arfélags Akureyrar. Þan' lágu báðar fjölritaðar frammi á fundinum. Skýrsl- ur frá öðrum aðildarfélögum höfðu ekki borist er fundurinn var haldinn. en verða birtar í blaðinu strax og þær berast okkur. Jórunn Sörensen vár endurkjörin formaður S.D.Í. og með henni í stjórn eru: Gunnar Steinsson Gauti Hannesson Olafur Jónsson Paula S. Sörensen Hilmar Norðjjörð Haukur Arnason Varamenn eru: Solveig Theodórsdóttir, Alfheiður Cjuðmundsdóttir og Sverrir Þórðarson. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á fundinum: Aðalfundur Sambands dýraverndunarfélaga Islands, haldinn á Hótel Esju 29. maí 1980, mrehst til þess að menntamálaráðuneytið skiþi sér- staka nefnd til þess að endurskoða dýraverndunarlögin þar sem ekkert gengur hjá dýraverndunarnefnd að að vinna þetta verk þótt hún hafi haft það til meðferðar síðan 26. febrúar 1974. Á fundinum var endanlega gengið frá lagabreytingum, sem byrjað var á á aðalfundinum í fyrra. Þá var ekki hægt að gera tvær breytingar fyrr en samþykki fengist frá ríkisskattstjóra. Þau ákva^ði eru í lögum sambandsins að ekki megi breyta vissum ákvæðum án samþykkis ríkisskattstjóra vegna jreirrar heimildar að þeir sem gefa S.D.I. fjárgjafir megi draga upphæðina frá tekjum sínum á skattframtali. Leyfi ríkisskattstjóra fékkst féislega og því var nú hægt að ganga frá lögunum. Þau verða gefin út sérprentuð mjög fljótlega og send til aðildarfélaga S.D.Í. í nokkru upplagi en þau geta síðan dreift lögunum til félagsmanna sinna eftir því sem jrau óska. /• 5.

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.