Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 20

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 20
Dýravernd í Keflavík Framh. af bls. 17. Farið var með nemendur í Sæ- dýrasafnið við Hafnarfjörð og einnig í Hjálparstöð dýra í Víðidal, og þeir látnir kynna sér á hvern hátt stöðin gat aðstoðað dýraeig- endur í Keflavík. Til þess að auðveida nemendum gagnasöfnun voru þeim lánuð ein- tök af dýraverndunarlögunum og reglugerð um dýragarða og sýning- ar á dýrum, svo og lögreglusam- þykkt Keflavíkur. Einnig fengu nemendur bækur um meðferð heimilisdýra að láni. Bækurnar voru á ensku, dönsku og íslensku. Nemendum voru gefin nokkuð blöð af Dýraverndaranum. Tími til gagnasöfnunar var ein vika. Seinni vikan var síðan notuð til úrvinnslu og uppsetningu sýn- ingar í skólanum, sem stóð í þrjá daga. Dýraverndunarhópurinn setti upp sinn sýningarbás þannig, að á pappaspjöld voru ritaðar ýmsar niðurstöður frá gagnasöfnuninni og límdar eða teiknaðar myndir. Köttur, fuglar, stórir og smáir, voru á sýningunni. Einnig skjaldbaka, kanína og hamstur. Er skemmst frá því að segja, að öll þessi vinna var mjög ánægjuleg bæði fyrir nemendur og leiðbein- anda. Vill stjórn S.D.Í. nota tækifærið og þakka forráðamönnum Gagn- fræðaskólans í Keflavík svo og þeim er höfðu yfirumsjón með þessum tveim starfsvikum fyrir velvilja, hjálpsemi og skilning að taka DÝRAVERND upp, sem verkefni í skólanum. Jórunn Sörensen. Meðferð heimilisdýra Hópurinn fékk það verkefni að lesa bækur um dýr, bæði á íslensku dönsku og ensku (en danska og enska eru þau erlendu tungumál, sem kennd eru í skólan- um). Hópurinn skipti liinum ýmsu dýrategundum nið- ur á milli sín af afraksturinn voru ágætis greinargerðir um meðferð hunda og katta, búrfugla og fiska. Einnig voru skjaldbökum og kanínum gerð góð skil. Skoðunarkönnun Hópurinn rannsakaði dýrahald í Keflavík og viðhorf manna til dýra í gegn um viðtöl við almenning. í skýrslu sem nemendur skiluðu um þessa skoðanakönn- un kemur fram m.a., að talað liafi verið við 42 aðila. Af þeim áttu 14 einhvert heimilisdýr. Helstu kvörtun- aratriðin voru lausir hundar á flakki og alltof mikið af flækingsköttum. Þetta fannst fólkinu, sem spurt var valda ónæði, en tók einnig fram að margt annað ylli einnig ónæði ,t.d. mótorhjól. Flestir sögðust taka hundana sína með sér í ferðalög innanlands en öðrum dýrategundum var komið fyrir í góðu fóstri. Margir ræddu um að fólk ætti ekki að fá sér dýr nema að það væri vel undir það búið og væri dýravinir. Langflestir af þeim sem spurðir voru voru meðmælt- ir stofnun dýraverndunarfélaga á Suðurnesjum. Hjálparstöð dýra skoðuð Einn daginn var hópurinn á Hjálparstöð dýra (Dýra- spítalanum) í Víðidal. Þennan dag var frekar rólegt. Nokkur dýr voru í gæslu, bæði hundar og kettir, m.a. læða með kettlinga. Puddel-hundur kom til að láta snyrta á sér feldinn og einnig var komið með einn hund, sem var fótbrotinn. I skýrslu hópsins segir m.a., að þeim hafi verið sýnt hvernig ætti að hirða hunda og bursta. 20 DYRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.