Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 28

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 28
vinna beggja foreldranna varðar mestu ættinni til góðs? Hér sjáum vér tilhaldið notað, ekki aðeins í þarfir eins karlfugls gagnvart öðrum eða einungis í þágu frjóvgunarinnar, heldur nær það langt út yfir hag einstaklings- ins til ávinnings fyrir alla ættina. Stundum er tilhugalífslátbragð- inu ætlað að leiða athyglina frá hinu upprunalega markmiði biðils- fara einstaklinganna, en að því, sem varðar fjöldann, svo sem því að auglýsa dansinn. Þetta kemur bezt í ljós hjá fugli einum, sem ég hef rannsakað, tjaldinum, sem er strandfugl, svartur og hvítur á lit, með rauðan gogg. Á vorin sjást átta eða tíu þeirra í hóp hlaupa með biðilslátum, teygja úr hálsin- um, ota goggnum niður á við og æpa og skrækja með skerandi rödd. Athuganir leiddu í ljós, að þetta er hið venjulegasta tilhaldslát- bragð og aðeins notað, meðan þeir eru á varpblettinum. Stundum eru karlfuglarnir einir að verki, en oft bæði kynin saman. Það sést einnig, að þessir tilburðir lýsa afbrýðisemi og illvilja til annarra fugla, sem gerast nærgöngulir blettinum eða hyggja á ástir. Þegar tilhugalífið hefst á vorin í hópnum, koma aðr- ir fuglar til hans með líkum látum. Óvildin eflir ástina, og nú hamast þeir eins og óðir um blettinn, hvorki af fjandskap eða kynferðis- æsingi að því er virðist, heldur til að sýna samheldnina. Þessi sam- dans virðist ekki miða að neinu ákveðnu marki, en aðeins vera líf- fræðilegt aukaatriði. Einn hinn skemmtilegasti liður í tilhugalífi fugla er það, hversu oft þeir eru með eitthvað í nefinu til gagns við hreiðursgerðina, á meðan þeir eru að halda sér til. Þetta gera jafnvel mörgæsir. Hreið- ur þeirra er ekki annað en röð af steinum í kring um dálitla laut. Karlfuglinn kemur því með stein í nefinu til maka síns í tilhugalífinu. Það er undarlegt, að þessi siður er stundum hafður í allt öðru augna- miði og til að lýsa allt öðrum til- finningum, svo sem undrun, — fuglarnir færa hundum og mönn- um steina. Dr. Levick segist hafa orðið mjög forviða, þegar hann fékk slíka gjöf í fyrsta sinn. En þar með er ekki útrætt um stein- ana. Þegar mörgæsir liggja á, eru þær sífellt að hnupla steinum úr hreiðrum hver annarrar. Levick málaði steina með ýmsum litum og lagði þá utan með varpblettin- um. Á þessu gat hann séð, hvernig þeir dreifðust um nýlenduna og það kom í ljós, að mörgæsirnar hnupluðu rauðu steinunum miklu fyrr en hinum. Þetta er mjög eftir- tektarvert, því að rauði liturinn er alls ekki til í nágrenni mörgæsa, og þó velja þær hann úr fremur öðrum. Ef mörgæsasteggur gæti sett á sig rauðan blett, yrði honum eflaust vel til kvenna. Þetta dæmi gæti líka sýnt, hvern- ig hinir einkennilegu laufskálar laufskálafuglseins eru til komnir. Þeir eru eins konar safnhús eða sýningarskálar, venjulega göng úr kvistum og í öðrum endanum safn af skeljum, beinum, berjum og blómum. Ein tegund þessara fugla hreinsar lítinn blett og leggur stór blöð á hann og lætur silfurgráu hliðina snúa upp. Þegar blöðin fölna, eru önnur látin í staðinn, og ef vindurinn snýr þeim við, er silf- urlitu hliðinni óðar snúið upp aft- ur. Með spendýrum ber yfirleitt lítið á tilhugalífi og tilhaldi karl- dýrsins, en því meir er um áflog. Þetta á sennilega rót sína að rekja til þess, að æxlunarhvatir kvendýr- anna eru háðar stjórn líkamlegra lífeðlisfæra fremur en hærri stjórn tilfinningastöðvanna. Hirtir þurfa ekki annað en gæta kvenna sinna, þá eru þær til við þá, þegar þar að kemur. En margt er óljóst um til- hugalíf einkvænisspendýra, en það er erfitt viðfangsefni, því að mörg þeirra eru holubúar, eða næturdýr. Þó hefur tilhugalíf margra hinna vitrari ferfætlinga verið lýst, svo sem fýla, þar sem bæði kynin verða ástfangin og kjassa hvort annað með rönunum. Og ef vér höldum áleiðis upp til hoina sapiens, verða aparnir á vegi okkar, og þar skort- ir hvorki tilhald né ógnanir af hendi karldýranna. Sumir þeirra virðast oss harðla ógeðslegir, eins og mandrílinn, með hárlausu blá- rauðu kinnarnar, og þeir, sem Stev- enson talar um: Apar bláir um botninn byltast um trén í Paradís. En aðrir, svo sem organútan og marmosetapar sumir og skratta- apinn, báðir vel skeggjaðir, eru skrítilega líkir oss. Tilhugalíf dýra er niðurstaðan af fjórum miklum þróunarskrefum. í fyrsta lagi af þroskun kynferðisins; í öðru lagi, aðgreining kynjanna; x þriðja lagi, innvortis frjóvgun, eða að minnsta kosti samfarir karl- og kvendýrs, og loks þroskun hæfra skilningarvita og heila. Ef eitthvað af þessu vantaði, hefði aldrei orðið til sá sægur furðulegra og geð- þekkra lífseinkenna, sem einu nafni nefnist tilhugalíf og fegrar útlit margra æðri dýra, þar á meðal mannsins, og gerir líf þeirra marg- breytilegt. (Úr ritinu „Man Stands Alone”, 1940). 28 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.