Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 8

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 8
Hugsað til horfinna vina 1. Sleipnir Glóason í Hruna. Sleipnir var fæddur 1922 á Koila- fossi í Miðfirði í V-Húnavatns- sýslu. Móðir hans hét Héla, borg- firsk að kyni, grá að lit, mjög falleg, en ekki tamin. Héla var undan jörp- um hesti frá Ósum í Vesturhópi. Móðir Hélu hét Grána, borgfirsk að kyni, hvít að lit. Hún hafði mikla vekurð og var ágætis reiðhestur. Faðir Sleipnis hét Glói, af Barka- staðakyni. Hann var rauður, vel ættaður og skörulegur hestur. Hann var notaður mest sem vinnuhestur, komu því lítið fram reiðhestshæfi- leikar. Tryggvi Stefánsson á Barkastöð- um í Miðfirði var eigandi Sleipnis og ól hann upp mjög vel. Tryggvi er dugnaðarmaður, nú bóndi á Skrauthólum á Kjalarnesi. Tryggvi er mikill hestamaður og tamninga- maður. Hann er gæddur um leið þeim dýramæta hæfileika að skilja sálarlíf dýranna. Það er ein af hin- um miklu guðsgjöfum hér á jörð. Nú gef ég Tryggva orðið: „Sleipnir var í minni eign fyrstu 6 árin á ævi sinni. Hann gekk und- ir móður sinni fyrsta hálfa annað árið. Eftir það var hann hafður inni að vetrinum. Honum var gefið mjög vel. Hann þótti óþarflega vel upp alinn. Ég sá um hann að öllu leyti, gaf honum, hirti hann og tamdi. Kynni okkar urðu því mikil og tókst með okkur vinátta. Sleipnir var frekar stór hestur, dumbrauður, aðeins ljósara fax. Hann var glófextur ungur. Vöxtur- 8 f ón T h ororensen inn mjög fallegur, sívalur og kvið- lítill, samsvaraði sér allur vel. Tígu- legt höfuð og háls, svipurinn höfð- inglegur, fríður og hreinn, sem lýsti af kyngöfgi. Það var til þess tekið, hve vel hann bar sig, þegar hann var ungur. Allur gangur hreinn og afbragðstöltari. Skeið átti hann líka mikið og hreint. Taumléttur var hann ætíð og lundin ljúf, en gat orðið harður á brúnina, ef honum mislíkaði. Hann var mjög góður í umgengni, vinalegur og ljúfur. Styggur var hann úti alla tíð. Hann lét til dæmis, þegar hann var ung- ur, aldrei ná sér nema einu sinni í sama aðhaldi af gangandi manni. í tamningu var Sleipnir mjög skemmtilegur, þægur og ljúfur. Reiðhestshæfileikar komu fljótt í ljós. Mikið ofríkislaust fjör, falleg- ur höfuðburður, töltið hátt og fall- egt, skeið sérlega mikið og hreint. Engir sérstakir árekstrar við tamn- ingu. Sleipnir var vithestur. Það sann- aði hann mér oft. Læt ég fylgja hér eina ferðasögu. Einu sinni var ég í kaupstaðarferð með þrjá hesta undir áburði. Ég reið Sleipni, sem var þá fimm vetra. Ferðin gekk greiðlega, þar til á heimleið. Stuttu eftir að ég lagði af stað, varð ég mjög veikur. Svo aumur varð ég, að varla gat ég setið í hnakknum. Leit því ekki vel út, komið undir kvöld og löng leið framundan. Ég var að velta fyrir mér, hvað gera skyldi. Tók ég þá eftir því, að nú var Sleipnir breyttur. í stað þess að vera dálítið ör og ærslafenginn var nú komin alvara í staðinn. Það kom greinilega í ljós, að hann skildi hvernig ástatt var með mig. Nú sýndi hann svo mikla gætni i öll- um hreyfingum, að ég gat ekki dottið. Ég ákvað því að láta Sleipni og lukkuna ráða og halda áfram. Sleipnir brást heldur ekki og skil- aði öllu heilu í höfn. Það var ótví- rætt gætni hans og viti að þakka. Næst þegar ég kom á bak Sleipni var mér forvitni á að vita, hvort hann væri virkilega svona breyttur eins og fram kom í umræddri ferð. Þá kom fljótt í ljós, að ekkert var breytt. Nú þurfti ekki að sýna neina sérstaka gætni. Nú gat ég passað mig sjálfur." Hér lýkur frásögn DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.