Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 18

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 18
„Hundamálið” í miðri fym starfsvikunni skeði sá atburð- ur í Keflavík að lögreglan fór í hús, tók þar hund, hafði á brott með sér og aflífaði. Þarna gafst gott tækifæri til þess að lofa hópnum að kynna sér gaumgæfilega atburð, sem var nýbúinn að eiga sér stað. Því miður er það þannig í landi okkar að víðast livar eru hundaeigendur ótrúlega réttlausir með dýrin sín. Svona atburðir liafa skeð aftur og aftur og oftast hafa eig- endur staðið u]rpi magnvana, þ.e. lögreglan hefur „komist upp með“ að ráðast að hunda- eigendum með makalausri harðýðgi og vald- níðslu. Áður en hópurinn var sendur af stað í þennan rannsóknarleiðangur voru blaða- greinar um málið lesnar gaumgæfilega. Nemendum var sérsatklega bent á, að blaða- greinar kynntu ekki allar hliðar mála. Rædd voru ýmis vandkvæði á hundahaldi, t.d. að fólk eigi ekki að láta hunda sína ganga lausa og verða þannig öðrum til ama og óþæginda. Það þurfi fullorðið fólk til að ala hunda upp og bera ábyrgð á þeim o.s.frv. Síðan var stjórnarskrá íslands lesin og þá einkanlega þær greinar er kveða á um frið- helgi einkalífsins og eignaréttarins. Síðan fór hópurinn af stað og kannaði málið. I ljós kom að brot hundsins var að hann lrafði glefsað í telpu er var að gæta hans, en hún hafði, ásamt fleiri krökkum, verið í snjókasti. Hún hafði ekki hlotið mikla áverka, aðeins smáskrámur. Þegar lögreglan kom og sótti hundinn var hann í gæslu hjá konunni í næstu íbúð á meðan eigandi hundsins var í vinnu. Svo mikið lá á að lóga dýrinu, að þó konan hringdi samstundis í eigandan var hundur- inn dauður áður en hann kom á vettvang. Er að uppsetningu sýningarinnar kom voru þessu máli gerð skil á veggspjaldi. :-*""** *»»* *...... * THKXD Hið umdeilda veggspjald. Blaðagreinar um málið voru límdar upp. einnig mynd af fallegum collie-liundi, sem er látinn „hugsa“: VERÐ ÉG NÆSTUR? Útdráttur úr 66. og 67. grein stjórnarskrár- innar var rituð á veggspjaldið svo og áskor- unarorð um að fólk láti hundana sína ekki ganga lausa og valda öðrum ónæði. Á sýninguna kornu margir gestir og voru drjúga stund í sýningarbás dýraverndunar- hópsins að skoða dýrin og lesa á hin ýmsu veggspjöld. Og allt gekk vel fyrstu tvo sýn- ingardagana, en . . . á síðasta degi sýningar- innar gerðist sá atburður, að yfirlögreglu- þjónninn í ICeflavík kom í Gagnfræða- skólann gagngert til þess að krefjast þess að veggspjaldið um j)etta margumrædda hundamál yrði tekið niður. Nemendur sem voru við eftirlit og gæslu í sýningarbásun- um urðu skeliingu lostnir og var veggspjald- ið fjarlægt. Því miður var leiðbeinandi hópsins ekki staddur í skólanum er Jressi at- burður átti sér stað, en eftir að liafa fengið vitneskju um hann var strax kannað hjá livorki meira né minna en tveim lögfræð- 18 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.