Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 23

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 23
Eini tryggi vinurinn „Hundurinn er besti vinur manns- ins", segir máltæki sem á sér hliS- stasður á mörgum tungurnálum. Til dæmis á ensku eða kanneski amer- ísku, en þar í landi hafa farið fram einhver frægustu hundaréttarhöld sögunnar. Það var Charles Burden bóndi í Missouri, sem höfðaði mál árið 1870. Burden höfðaði mál gegn Lori Hornsby, sem bjó á ncesta bce. Burden átti marga hunda, en uppá- haldið hans var „Old Drum", eða „Gamla trurnban". Hornsby var orðinn argur rnjög vegna villihunda, sern höfðu lagst á fé hans. Hann tók þá ákvörðun að skjóta ricesta hund sern hann sœi á landi sínu. Og 20. október árið 1869 heyrði Burden skothvelli í fjarska. Hann blés í veiðiloornið sitt og allir hund- arnir komu þjótandi, nema Old Drurn. Þegar í Ijós korn að Gamla trumb- an hafði fallið fyrir kúlu Hornsbys, höfðaði Burden rnál, sem átti eftir að fara fyrir fimm dómara. Allir tárfelldu Burden krafðist 100 doliara í skaðabætur. Dómurinn féll á þá leið að hann skyldi fá 25, en Horns- by áfrýjaði og fékk dómnum hnekkt. Hann hefði betur látið það ógert. Þrisvar í viðbót gengu dómar á víxl, en í september 1870 var loka- orrustan. Lögfræðingur Burdens ákvað að styrkja málstað sinn með DÝRAVERNDARINN Styttan af „Old Drurn", hann fékk varnarrœduna greypta á styttufótinn. því að fá hinn snjalla ræðumann George Graham West, öldunga- deildarþingmann til að flytja loka- ræðuna. „Eini algerlega óeigingjarni vin- urinn sem maður getur átt í þess- um eigingjarna heimi, eini vinur- inn sem aldrei yfirgefur hann og er aldrei vanþakklátur eða svikull, er hundurinn hans. Hundurinn kyssir höndina sem á engan mat að færa honum. Hann sleikir sárin sem veröldin veitir. Hann er jafn staðfastur í ást sinni og sólin er í ferð sinni um himin- inn. Hundur manns stendur með hon- um í auðlegð og fátækt, í heilbrigði og veikindum. Hann sefur á kaldri jörðinni, þar sem vindar blása og snjórinn fýkur ef hann bara fær að að vera við hlið húsbónda síns." Það var ekki til þurrt auga í rétt- arsalnum þegar öldungadeildar- þingmaðurinn lauk máli sínu. Sag- an segir að Burden hafi fengið milli 400 og 500 dollara í skaða- bætur. Ekkert er sagt um upphæðina í réttarskýrslum. En hæstiréttur Missouri staðfesti dóminn þeg- ar Hornsby áfrýjaði enn einu sinni. Ræða West öldungadeildarþing- manns er á bronsplötu, sem fest er á styttu af „Old Drum" sem hunda- vinir reistu árið 1958. (Birtist í Vísi 30. nóv. 1977). — Eru þaö smáauglýsingar? Því miður verö ég aö afturkalla auglýsinguna um kanarffugl til sölu. 23

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.