Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 27

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 27
Tilhugalíf dýranna Eftir Julian Huxley - Björgúlfur Ólafsson íslenskaði (Eramhald úr 8. tbl. 1979) Loks kemur tilhaldið að beinum nocum líffræðilega séð, eins og drepið hefur verið á. Það er al- kunnugt, að þegar tíð er óhag- stæð fyrir og um varptímann, verða eggin færri og fleiri ófrjó en ella. Það er einnig kunnugt, að æxlunarlíf fugla stjórnast mjög af hinum æðri tilfinningastöðvum heilans. Til dæmis verpir ekki dúfa, sem hefur verið alin upp í einangr- un. En ef karlfugl er hafður í búri nálægt henni, eða jafnvel ef mað- ur strýkur henni um hálsinn með fingrinum, eins og til að minna Félagsskapur, hversu góðu mál- efni sem hann þjónar, verður ekki lífvænlegur, ef þeir sem störfum hans sinna á hverjum tíma njóta eigi sannmælis. 8. 1. ’80 Þorsteinn Einarsson. Athugasemd blaðsins: Eins og fram kemur í greininni: „Saga Dýraverndarans" eftir J. S. er hún skrifuð í ágrips-formi. Má því alltaf um það deila hvað hefði átt að taka með og hverju sleppa. — Nú nálgast sjötugsafmcelið senn. Vafalaust verður þá einhver til þess að skrifa ýtarlega afmcelisgrein, og geta um marga þá ágcetu liðsmenn blaðsins, sem í það hafa ritað og stutt það á ýmsan hátt. í þeim hópi á Þorsteinn Einarsson vissu- lega heima og raunar margir fleiri góðir dýravinir. G. H. DÝRAVERNDARINN hana á atlæti karlfuglsins, þegar hann pikkar í hnakka hennar, fer varla hjá því, að hún fer að verpa. Það hefur verið sannað, að tilhald og ögranir örva þroskun kynfær- anna. Þetta kemur að gagni, ekki sízt í vondri tíð, því að skap fugla er mjög komið undir veðurfarinu. Áður en skilið er við þessa fugla- tegund, skal þess getið, því að það er athyglisvert, að staðfuglar, sem taka sér umráðasvæði í kring um hreiður sín „trúlofa" sig um tíma á vorin. í nokkrar vikur, eftir að þeir hafa tekið sér blett, á engin frjóvgun sér stað. Hin líffræðilega ástæða er auðséð. Þeim er nauðsyn- legt að vera komnir á sinn stað, áður en of þröngt er orðið, en ekki tjáir að unga út, fyrr en útlit er fyrir, að nóg fæða verði til handa ungunum. Þetta á rót sína að rekja til Iífeðliseinkenna kvenfuglsins. Eggin fara ekki að vaxa til muna í eggjastokkunum fyrr en á vissum tíma, og er það að líkindum kom- ið undir hæfilegum meðalhita, og þá fyrst vakna kynferðishvatirnar. Þá komum við að miklum flokki fugla, þar sem bæði karl- og kven- fugl byggja hreiðrið í sameiningu, liggja á eggjunum á víxl og ann- ast bæði ungana. Slíkir fuglar eru hegrar, pelíkanar, sefendur, kafar- ar og ýmsir fleiri. Þar er hvorugt foreldranna öðru nauðsynlegra, líf- fræðilega séð, og ef litarafbrigða er þörf, er það jafnt hjá báðum. Þar að auki verður eðli þeirra að vera hið sama, hvað snertir hreið- ur, egg og unga, og sú líking virð- ist einnig ná til tilhugalífshátt- anna. Og það er að minnsta kosti áreiðanlegt, að margir þessara fugla lifa tilhugalífinu jöfnum höndum, en það sjáum við hvergi annars staðar. Báðir fuglarnir fá fagrar fjaðrir og annað skraut um varptímann og nota sér það sam- eiginlega og á víxl, en þó ekki fyrr en þau hafa tekið saman, og svo er um aðra einkvænisfugla. Hver sá, sem hefur athugað slíka fugla tímum og dögum saman eins og ég hef gert, hlýtur að taka eftir því, hve ánægðir þeir eru með til- hugalífssiði sína, sjálfra þeirra vegna, og enn fremur því, að þess- ir siðir eru að kalla mætti sjálfleys- andi, því að geðshræringarnar sef- ast af þeim, en örvast til eðlunar. Það virðist svo, sem þetta undar- lega og geðslega tilhald, — vanga- veltur, kafanir eftir þarablöðum, dansar á vatninu með brjóst við brjóst, eða vökuskiptin við hreiðr- ið með hátíðlegum tilburðum, eða smágjafir með skjálfandi vængjum og toppum —, tengi bönd milli fuglanna, bindi þá saman tilfinn- ingaböndum, eins lengi og varp- timinn stendur. Og hver getur neitað því? Á ekki eitthvað líkt sér stað manna á meðal? Og vinnur það ekki hlutverk sitt þar með því að byggja heimilið með ást og gleði ættinni til blessunar? Og ef það er svo mikils vert fyrir mennina, hvers vegna skyldi ekki vera líkt um fuglana, þar sem góð sam- 27

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.