Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 22

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 22
orðnir bestu vinir. Svo gaf ég hon- um nafn. Ég ákvað að hann skyldi heita Einstein, vegna þeirra miklu gáfna, sem hann bjó yfir. Stundum fór hann út, en hann kom alltaf aftur nokkrum dögum seinna. Hann hafði jú verið og var ennþá villiköttur í eðli sínu. A sunnudögum fórum við pabbi alltaf að veiða í lítilli á, sem var ekki langt frá heimili mínu. Við tókum alltaf Einstein með og hann skemmti sér aldrei minna en við. Ef aðrir villikettir voguðu sér að nálgast þá setti Einstein upp kryppu og hvæsti. Það brást ekki að þeir flýðu. Þannig leið sumarið. Ég var ekki lengur einmana. Ég hafði Einstein og þegar hann var á flakki lék ég mér við strákinn á hæðinni fyrir ofan. Pabbi fékk aftur vinnu um haustið. Allt virt- ist ætla að verða gott aftur. Ef til vill gætum við flust aftur á gamla staðinn þar sem við áttum eitt sinn heima. En mamma sagði að við hefðum ekki næga peninga enn sem komið væri svo aldrei var rætt um flutninga heima. Stuttu eftir að ég byrjaði í skól- anum hvarf Einstein. Fyrst hélt ég að hann myndi koma eftir fimm daga eða svo. En þegar hann hafði ekki látið sjá sig eftir hann tíma byrjaði ég að hafa áhyggjur. — Kannski kemur hann aldrei aftur. Jú, ábyggilega, hugsaði ég vonglaður. Þegar hann hafði ekki láitð sjá sig í þrjár vikur neyddi ég sjálfan mig til að líta framan í raunveruleikann. Hann var farinn frá mér fyrir fullt og allt, og kæmi aldrei aftur. Ég grét fyrst, en það bætti ekkert. Eina nóttina snjóaði og um morguninn var allt hvítt úti og fjögurra stiga frost. Ég var að koma úr skólanum ásamt vini mín- um er við rákumst á svartan kött, sem lá dauður í snjónum. Það var Einstein. Ég fékk tár í augun er ég leit á hann. Augun voru lokuð og lík- aminn harður eins og spýta. Ég fór með hann heim og gróf hann í garðinum heima, þar sem ég fyrst hafði séð hann. Á leiði hans lét ég kross sem á stóð: „Hér hvílir Einstein. Blessuð sé minning hans." Eftir að ég var búinn að syngja lítinn sálm honum til heiðurs, fór ég inn og lokaði dyrunum að baki mér. ENDIR. Spurningar og svör Guðbrandur A. ísberg spyr: 1. Kæri Dýraverndari. Mig langar til að spyrja nokkurra spurn- inga um „ondulata", eða sam- kvæmis-páfagauka. — Ég hef lesið að páfagaukar megi ekki vera í dimmu herbergi. Mitt herbergi snýr í norður og skín sólin þ. a. 1. aldrei inn nema á kvöldin. (Glugginn er stór, herbergið lítið). Er þetta nokk- uð of dimmt fyrir þá? Svar: Nei, þetta er í lagi, það er ein- mitt gott að fuglabúrið standi ekki í sólskini. 2. Hvert á hitastigið að vera í her- berginu? Svar: Venjulegur stofuhiti, svo sem 20°—22° C. Ef hitinn er hærri er hætt við að fuglinn fari að fella fiður, en skaðar hann ekki að öðru leyti. 3. Hver er æskileg stærð á búri fyrir tvo fugla? — Svar: Til dæmis 50x35x40 sentimetr- ar og er þá átt við lengd, breidd og hæð. (Búrið getur aldrei orðið of stórt). 4. Fuglarnir þurfa að hreyfa sig (utan búrsins auðvitað) hvern dag. — Hve langur á sá tími að vera? Svar: Aldrei minna en 30 mínútur á dag og helst á sama tíma ætíð. 5. Hvað geta ondúlatar verpt mörgum sinnum á ári? Svar: Ef hreiðurkassinn er hafður stöð- ugt á búrinu, geta þau hjónin verpt og ungað út stanslaust. — En ef þú villt fá heilbrigða unga, þá láttu parið aðeins unga út tvisvar á ári, með nokkurra mánaða milli- bili. Upplýsingar um meðferð ondualta getur þú fengið í síma 12495, Reykjavík. A. K. 22 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.