Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 17

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 17
— Hvort af því stöfuðu einhver vandræði og þá hvers konar vandræði. Ef um einhver vand- ræði var að ræða var reynt, að grafast fyrir um ástæðurnar fyrir þeim. — Hvort meðferð dýranna væri eins og hún ætti að vera skv. dýraverndunarlögunum. — Hvort það væri algengt að dýraeigendur gæfust upp á hús- dýrahaldi sínu og hverjar ástæður væru fyrir því. — Hvernig Keflavíkurbær búi að dýraeigendum og dýravernd. — Hve mikið og hve lengi Kefla- víkurbær hafi styrkt Sædýra- safnið við Hafnarfjörð og af hverju það sé styrkt. — Hvort áhugi væri fyrir stofnun og starfrækslu dýraverndunar- félags í Keflavík. Einnig var nemendum ætlað að kynna sér grundvallaratriði í með- ferð og uppeldi heimilisdýra. Ef áhugi yrði fyrir því hjá nemend- um yrði verkleg kennsla í hirðingu og uppeldi heimilisdýra. Til þess að ná framangreindum markmiðum var nemendum bent á að gera úrtakskönnun á húsdýra- haldi, þ.e. taka fyrir ákveðna tölu húsdýraeigenda og ákveðna tölu manna sem ekki eiga dýr og leggja fyrir þá spurningar. Þeir nemendur í hópnum, sem sjálfir áttu dýr, notuðu eigin reynslu. Nemendum var bent á að ræða við bæjarstjórann í Keflavík, og trúnaðarmenn Sambands dýra- verndunarfélaga íslands á Suður- nesjum til þess að afla upplýsinga og kynnast viðhorfum þessara að- ila til húsdýrahalds. Nemendur ræddu einnig við starfsmann S.D.Í. Framh. á bls. 20. DÝRAVERNDARINN Sædýrasafnið í viðtali hópsins við bæjarstjórann í Keflavík kom fram að Keflavíkurbær styrkir Sædýrasafnið fjárhags- lega, en ekkert fé rennur af hendi bæjarins til dýra- verndar. Honum var lánað eintak af reglugerð um dýragarða og sýningar á dýrum, og eftir að hún hafði verið lesin gaumgæfilega var haldið í Sædýrasafnið í Hafnarfirði. Og ef gripið er niður í skýrslu hópsins eftir þá ferð má lesa: „Daginn 27. febr., 1980 fórum við sjö stelpur úr Gagnfræðaskólanum í Keflavk í skoðunarferð í Sæ- dýrasafnið. Yfirleitt fer fólk í Sædýrasafnið sér til skemmtunar, en það er langt frá því að það sé gaman að skoða. þar. Það fyrsta sem blasti við okkur þegar við komum þar, var að girðingin var öll í drasli. Síðan skoðuðum við selina og þá var verið að gefa þeim. Það voru líka stórir selir í annarri laug og þar var hræðilega skítugt og rann vatnið út úr veggnum. Svo fórum við að skoða liskana og hjá þeim var hræðilegt nm að litast. Búrin voru lítil og fiskarnir lágu hver ofan á öðrum eins og í sardínndós. Allt mjög skítugt og óþrifalegt. Þegar við gengum þarna út blasti ekki betri sjón við okkur og það var hjá refunum. Þeir voru allir svo skít- ugir að feldurinn var alveg klístraður af skít. Og svo var búrið þeirra svo liræðilega lítið og þeir bara æddu um. Fórum við svo inn að sjá kanínurnar, kengúrurnar og hamstrana. Það voru einu dýrin, sem var þrifalegt hjá. Hjá ljónunum og öpunum var ferleg lykt, og karl- Ijónið virtist í vondu skapi, því það stökk á grindverk- ið fyrir búrinu. Þarna er hættulegt fyrir lítil böm því þau geta komist alveg að ljónunum. Það var líka gat á girðingunni hjá ísbjörnunum og hjá þeim voru gamlar matarleifar, sem voru örugg- lega byrjaðar að úldna. Síðustu dýrin, sem við sáum voru kindur og geitur. Og hjá j^eim var mjög sóðalegt. í þessu Sædýrasafni er alveg ferlega sóðalegt og lítið pláss fyrir dýrin og okkur finnst að fólk ætti ekki að láta bjóða sér að skoða þetta Sædýrasafn.“ 17

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.