Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 11

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Qupperneq 11
Neðst til vinstri á myndinni er hundurinn Skuggi, ofan viö hann er Sleipnir. Um háls hans heldur séra Jón Thoraren- sen og viÖ hliÖ hans er Ingibjörg kona hans, þá Neisti. Þar ncest er GuÖmundur Valdimarsson, sem var vinnumaður hjá presti er myndin var tekin, hann er nú búsettur á Stokkseyri. Drengurinn lengst til hcegri hét Ólafur, sonur Har- aldar Ólafssonar, skipstjóra hjá Eimskip. Ólafur er nú lálinn. þeirra með, seint eða snemma. Þeir veittu mér sína þjónustu, sem best þeir gátu og sýndu mér í verki bestu gjafir andans, órjúfanlega vináttu, fórnarlund og dæmalausa tryggð. Því segir skáldið: „Milli manns og hests og hunds hangir leyniþráður." Sterkt óslítandi band. Minningin hefur orðið svo sterk með tímanum, að hún hefur kom- ist að innstu kviku tilfinninganna. Þetta er reynsla óteljandi dýravina. Þess vegna hafa slíkir menn bæði fyrr og síðar tregað svo sárt þessa mállausu vini að þeir hafa oft grát- ið við minningarnar um þá. Ég er einn af þeim. Margt er sameiginlegt með tví- fætlingum og ferfætlingum, þegar nánar er hugsað. Þó sálarlíf dýr- anna sé okkur mönnum að mestu leyti lokuð bók, þá er það hreinna og saklausara en hjá mönnum. Mennirnir hafa fullkomnari heila og þroskaðra vitsmunalíf til alls konar afreka og fegurðar í heimi andans en um leið er mannleg vit- und óvarin alls konar glæpahugs- unum og illmennskutilhneigingum. Oft þyrstir manninn í það að gjöra illt af sér og drepa, sömuleiðis sér til skemmtunar. Þegar svona kem- ur fyrir og það gerist því miður alloft, þá eru dýrin samanborið við mennina hinar göfugu og æðri skepnur jarðarinnar, en maðurinn lægsta dýrið og versta á jarðar- kringlunni. Sálarlíf dýranna og hinir mörgu og dásamlegu hæfileikar þeirra eru eins og ég sagði áðan lokuð bók að mestu okkur mönnum. Líklega af því að slíkar rannsóknir gefa ekki nóg af sér í aðra hönd. En miklu hugviti, peningum og mann- afla er varið til þess að fullkomna allar veiðar á öllu sem Iífsanda dregur í lofti, láði og legi. Og það lítur út fyrir að verstu blóðhundar jarðarinnar eigi þá ósk heitasta að geta útrýmt heilum dýrategundum, sbr. hvalina og fleiri dýr. Af þessu sést hvílík fjarstæða það er, að mað- urinn sé æðsta skepna jarðarinnar. Kristin kirkja ætti að biðja fyrir dýrum jarðarinnar í hverri messu og minnast orða höfundar síns sem sagði: Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það. (Matt. 25.40). Að lokum þetta: Ég hefi fyrr og síðar á lífsleiðinni hitt skyggnt fólk, sumt eða flest, sem engin kynni hefur haft af mér áður. En flest hefur það af fyrra bragði minnst á það við mig að ég hafi átt svartan hund og dumbrauðan DÝRAVERNDARINN 11

x

Dýraverndarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.