Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 10

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 10
nógu traustur. Undantekning frá þessu var ferð mín ein yfir Tungu- fljót á ís í tunglskini. Við vorum búnir að reyna það, að ísinn var tryggur. Hann tók sjálfviljugur mikinn skeiðsprett yfir ána og mér varð það ekki ljóst, hvort þetta var, að hann teldi ísinn ekki nógu sterk- an eða þetta væri af öðru. Einu sinni um vetur fór ég á honum sem oftar, austur í Gnúp- verjahrepp í landnyrðingi og miklu frosti. Stóra-Laxá var á hellu, þeg- ar við fórum austur yfir hana á Heljarþremi. Þetta var snemma morguns. Meðreiðarmaður og vin- ur minn var Sveinn Sveinsson óð- alsbóndi á Hrafnkelsstöðum. Sveinn var mikill og snjall hesta- maður. Þegar liðið var langt á dag, héldum við aftur til árinnar. Þá hafði froststífla í gljúfrinu fyrir of- an sprungið og vatnið fossaði fram ofan á ísspönginni. Vatnsflaumur- inn var í miðja kálfa, þegar við að- gættum hann. ísspöngin var alveg óskemmd okkar megin við austur- bakkann og þegar við reyndum hana. Við fórum á bak hestum okk- ar og héldum áleiðis yfir spöng- ina. Þegar við áttum eftir sem svar- aði tíu föðmum að vesturbakkan- um, snarstansaði Sleipnir og bifað- ist ei meir. Sveinn sagði strax: Sleipnir finnur, að ísnum er ekki að treysta, það sem eftir er. Það er ekkert að gera fyrir okkur annað en að fara af baki og teyma hest- ana, ísinn brestur fyrr en varir. Það vill til að áin er orðin grunn hér, hætta á engin að vera að fara til botns hér. Við gerðum þetta fljót- lega og ég teymdi Sleipni, sem þá var taumljúfur eins og vanalega. Við höfðum farið eitthvað um þrjá til fjóra faðma, þegar kvað við mik- ill smellur. Stórt stykki brotnaði og við og hestarnir sukkum til botns. Það var kalt, ógurlega kalt snöggv- ast, djúpið klofdjúpt en stutt upp úr ánni. Verst var að komast á bak aftur, því fötin frusu strax. Frostið var um 14 stig. En hestarnir bein- línis þutu með okkur heim að Sól- heimum, þar sem við fengum þurr föt og hestarnir hlýtt hús. Þetta fór vel. En Sleipnir var næmur á styrk- leika íssins. Einu sinni kom síra Ólafur Magn- ússon prófastur í Arnarbæli í visi- tasíuferð að Hruna. Hann var með dóttur sinni Lovísu. Síra Ólafur var mikill hestamaður og höfðingi um flest. Þau feðgin voru með fjóra til reiðar, allt stríðalda gæðinga. Við fórum snemma morguns til Tungu- fells en til baka vesturleiðina með fram Hvítá. Það er löng leið. Inn- an um þessa gæðinga sótti Sleipnir í sig fjör og þrótt. Þá varð að halda aftur af honum. Hann var alltaf orðinn fremstur á leiðinni heim. Síra Ólafur prófastur sagði þá við mig: „Ég sé það að mikið er varið í þinn fallega hest. Hann hefur dæmalaust þrek og fjör." Sleipnir var mjög minnugur á allt það sem að honum sneri. Það var alltaf vani hans að taka sprett heim frá túngarðshliðinu á þeim bæjum, þar sem hann átti von á góðu heyi í stallinum. Hann þekkti þá og gjöfina þar. Ég gæti nefnt dæmi en geri það eðlilega ekki. En undantekningu verð ég að gera með Stóra-Núp. Þar tók Sleipnir ávallt mikinn sprett alveg heim að hest- húsi. Enda dekraði húsbóndinn Jó- hann Sigurðsson við hann. Blessað- ur sé Jóhann fyrr og síðar fyrir þetta, eins og allir aðrir, sem tóku Sleipni vel. Þegar ég kom heim að Hruna úr ferðalögum, þá beið Sleipni ávailt gott hey í stalli og full vatnsfata sem stungið var niður í hægri enda jötunnar. Hann tók fyrstu tugguna rólega, en þegar hann fann, að þetta var góð taða, þá kumraði hann. Svo byrjaði hann á heyinu, tók hverja tuggu í munninn og vætti hana í fötunni áður en hann byrjaði að tyggja og gaf svo frá sér öðru hverju þetta sama ánægjuhljóð, drakk svo á milli teiga úr fötunni og lét í sér heyra þetta sama lága ánægjuhljóð við og við meðan hann lauk við gjöfina. Það eru nú mörg ár síðan ég átti þá Sleipni og Skugga. Nú eru þeir í þeirri veröld, þar sem þá hvorki hungrar né þyrstir. Frá heilagri for- sjón Guðs fengu þeir lífið hér á jörð þessa miklu dásamlegu gjöf og með henni kærleikann, fórnfýs- ina og tryggðina, sem ekki verður með orðum lýst hjá þeim. Þessar himnesku gjafir ávöxtuðu þeir vel í jarðvist sinni. Þeir munu því njóta lögmáls framvindunnar, guð- legrar alheimsorkunnar, sem bæði skepnur og menn eru vígð til sam- kvæmt heilbrigðri hugsun og guð- legri trú. „Heill sé þér vinur vinleysingja mikli hugmildi hjarðadrottinn." (Þ.E.) Að undanteknum ástvinum mín- um og skyldfólki eru engar líf- verur, sem hugur minn og hjarta hefur dregist eins fast að og þess- um tveimur vinum mínum. Það var svo oft þegar ég var á ferð í myrkri og fjarri bæjum að þá var það hesturinn minn og hundurinn minn, sem veittu mér styrk og gleði. Þeir vörðu lífi sínu og kröft- um fyrir mig, hvenær sem ég þurfti 10 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.