Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 26

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 26
Stutt athugasemd Hr. ritstjóri. í 7.-8. tölublaði 1979 — 65. árg. Dýraverndarans er grein eftir formann Dýraverndunarsambands íslands (SDÍ) Jórunni Sörensen, og nefnist „Saga Dýraverndarans." Greinarhöfundur tekur fram í greininni: „Ekki er tækifæri hér til að rekja í smáatriðum sögu þess en aðeins stiklað á því helsta." Þann 15. mars 1980 verða 65 ár liðin frá því að Dýraverndarinn hóf göngu sína og á því sama ári 95 ár frá því að 1. tbl. Dýravinarins kom út. Tilefni skrifa formanns SDÍ voru þessi tímamót, sem fram- undan eru í störfum dýraverndun- arfólks. Guðmundur Gíslason Hagalín fyrrv. ritstjóri Dýraverndarans rit- aði ýtarlega dýrmæta grein í 3.—4. tölubl. ritsins 1964 um hálfraraldar afmæli dýraverdunarsamtaka á ís- landi og í 1.—2. tbl. 1965 um Dýraverndarann fimmtugan. Ærin ástæða og verðugt tilefni var að bæta við sögulegar greinar Guðmundar jafn ýtarlegri frásögn um störf samtakanna og útgáfu- störfin þau 15 ár sem við hafa bæst. , Ástæður til þess að ég bið fyrir birtingu þessa greinarkorns eru aðallega tvær. Formaður SDÍ sér ástæðu til þess að telja upp alla hina mætu ritstjóra ritsins frá upp- hafi og ritnefndar frá 1972. Vissulega hefur allt þetta áhuga- sama fólk um dýravernd unnið rit- inu og baráttumáli þess vel — en úr því greinarhöfundur fór að minnast á fyrsta innheimtu- og af- greiðslumann ritsins, Jóhann Og- mund Oddsson, og svo þann nú- verandi, Jón ísleifsson, þá hefði hún mátt nefna það ágæta fóik sem fyllti árabilið milli þeirra. Hversu vel sem ritstjórarnir rit- stýrðu og skrifuðu þá hefur tilvera ritsins engu síður hvílt á herðum innheimtu- og afgreiðslumann- anna. Eg tel því okkur, sem að dýra- vernd höfum unnið standa í það mikilli þakkarskuld við þá, að við getum þeirra allra við tímamót rits- ins en teljum störf þeirra eigi til „smáatriða", sem ekki er tækifæri til í ritinu að stikla á. Nöfn þeirra og starfstímabil eru þessi: 1915—1922 Jóhann Ögmundur Oddsson 1922—1929 Þorleifur Gunnars- son. 1930—1956 Hjörtur Hanson 1956—1960 Þorgils Guðmunds- son. 1961—1963 Unnur Hagalín 1963—1968 Ingimar Jóhannes- son. 1969—1972 Ágúst Vigfússon 1972 og enn Jón ísleifsson. Á árinu 1966 var tekið á leigu húsnæði að Hjarðarhaga 26 í Reykjavík fyrir fundi, geymslu á upplagi ritsins og þaðan var það afgreitt. Kom það í hlut Ingimars að flokka upplagið og raða í hill- ur, sem hann gerði af sinni al- kunnu vandvirkni. Ágúst hélt þessu ágætlega við. Þau Þorgils og Unn- ur lagfærðu og komu í gott horf spjaldskrá ritsins. Þegar sá er þetta skrifar kom í stjórn Dýraverndunarfél. íslands 1955 var upplag ritsins geymt í miðstöðvarherbergi í verslunarhúsi „Jóns Þorlákssonar og Normann" við Ingólfsstræti. Þaðan var það flutt í skrifstofu byggingarfél. Brú, sem Þorbjörn Jóhannesson þáver- andi formaður DÍ átti ítök í. Úr þessum húsakynnum var svo upp- lagið flutt í Hjarðarhaga 26. Hin ástæðan er sú að formaður SDÍ skýrir frá því, eftir að hafa greint frá ritstjórn blaðsins frá 1972: „Síðan þá hefur blaðið al- gjörlega verið skrifað í sjálfboða- vinnu." Að sönnu hafa sumir ritstjórar Dýraverndarans fengið þóknun fyr- ir ritstjórastörfin en þær greiðslur hafa ávallt verið naum laun. Þau ár sem ég starfaði með Guðmundi Gíslasyni Hagalín, þá furðaði mig oft á því hvað þessi þjóðkunni rit- höfundur sætti sig við lága þókn- un fyrir þau merku skrif sem báru blaðið upp og vöktu athygli á mál- stað dýra- og náttúruverndar. Þá leyfi ég mér að taka fram, að við öll sem ritað höfum í blaðið auk ritstjórana, höfum gert það „algjörlega í sjálfboðavinnu", sem og önnur viðvik fyrir félagsskap- inn og þar á meðal auglýsingasöfn- un fyrir ritið. 26 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.