Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 9

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 9
Tryggva Stefánssonar, og er ég hon- um þakklátur fyrir þessa fallegu lýsingu á útliti, kostum og viti Sleipnis. Frá Tryggva fór Sleipnir til Hall- dórs Gunnarssonar, kaupmanns í Reykjavík, sem fór vel með hann á allan hátt og átti hann í tvö ár, en þjóðhátíðarárið 1930 var mér gefinn hann af sex vinum mínum, sem voru í fæði hjá móður minni Elínu Elísabetu Thorarensen. Þar með var Sleipnir, fallegi, trausti og góði hesturinn, kominn í mína eigu. Nú hefjast þáttaskil í lífi Sleipnis. Nú voru það ekki stuttar skemmtiferðir á sunnudög- um, heldur skylduferðir, ef veður var annars fært og svo húsvitjunar- ferðir á 120 bæi árlega fyrstu árin, þar sem stundum var langt á milli bæja. Nú kom það sér vel, hve Sleipnir var vel upp alinn hjá Tryggva Stefánssyni. Sleipnir var alltaf traustur og einhver ólýsanleg öryggistilfinning var að ferðast á honum, það var sama hvort var hol klaki, leysingar, vatnavextir eða ís- ar og hríðarbyljir eða blíðir sumar- dagar og blátærir lækir. Þetta var skylda en ekki skemmtiferðir, og eigandinn, sem á Sleipni sat, vanari keipstokk en kosta klár, þótt ánægju hefði hann mikla alla tíð af Sleipni sínum. Þess vegna týndi eigandinn smátt og smátt því fína og listræna hjá Sleipni, því neist- ann vantaði, en sem betur fer, get- ur maður unnið sér daglegt brauð, þótt neistaflug fylgi ekki með. En traustleiki, góðlyndi og dugn- aður þroskaðist með hverju ári hjá þessum göfuga og góða hesti. Var hægt að hugsa sér betri ferðahest? Við þetta bættist einstök ratvísi í dimmviðrum og hríð og varkárni DÝRAVERNDARINN í sambandi við ísa, keldur eða gil. I hvaða átt, sem ég fór, var það ör- uggt, að hann þekkti landið og leið- ina á eftir fyrstu ferð. Eg sá það á hreyfingum hans á vissum blettum, þar sem hann hafði sérstakt lag að fara um. En þó hann væri bæði taumljúfur og góðlyndur var skapið viðkvæmt og stórt, ef því var að skipta. Hann átti bágt með að gleyma mótgerðum. Eg hafði fimm kirkjusóknir fyrst. í fyrstu húsvitjun minni kom ég á bæ einn, sem oftar. Veður var gott, haustblær en sólfar og hlýtt. Eg reið Sleipni eins og venjulega. Eg fór af baki við túngarðshliðið, steig svo aftur á bak og reið heim göt- una. Eg sá húsbóndann standa úti. Þegar ég átti eftir svo sem hest- lengd að stéttarbrúninni hleypti ég ailt í einu ofan í vatnssvelg eða dý og hesturinn sat fastur upp í kvið og ég komst varla af honum, án þess að sökkva sjálfur. Ég ætlaði að fara að ónotast eitthvað við hús- bóndanrn, en þá var hann skelli- hlæjandi, því hann var grínisti mikill og mælti: „Séra Jón minn. Nú skal ég segja þér nokkuð. Ofan í þessa dýjauppsprettu hafa allir þínir forverar, sem þú þjónar nú eftir í báðum köllum hleypt í hús- vitjunarferðum. Fyrst skal frægan telja síra Valdimar, þá síra Ólaf son hans og svo síra Kjartan svo ég sagði við heimafólk mitt: Nú er síra Jón eftirmaður þessara allra um sinn og því verður hann að fara í dýið líka til þess að öllu rétt- læti sé fullnægt. Nú eftir dýja- vígslu ykkar allra, fylli ég upp þennan meinleysispytt." Svo var þetta ekki meira. Næsta haust kom ég að húsvitja þennan sama bæ um líkt leyti. Ég var á Sleipni, fór af baki við tún- garðshliðið og ætlaði svo að ríða heim götuna. En þá brá svo við, að Sleipnir hreyfðist ekki, hvaða tilburði sem ég sýndi. Ég fór af baki og teymdi hann heim. Þá var hann Ijúfur og léttur. Vilpan var horfin, búið að fylla hana. En allt- af eftir að ég kom á þennan bæ síðan, varð ég að teyma Sleipni heim frá túngarðshliðinu. Á einni leið minni var lítið gil- drag, sem ég varð oft að fara um. Það var þurrt á sumrum en á vetr- um sat læmi í botni þess, misstórt eftir tíð og veðrum. Einu sinni er ég kom að þessu gildragi var læm- ið með stærra móti. Sleipnir stans- aði. Ég herti á honum að fara yfir en hann stóð kyrr. Ég var að flýta mér og var líklega hranalegur við hann, að því er mér hefur fundist síðar. Nú hreyfði hann sig ekki. Ég fór af baki og teymdi hann yfir læmið. Það var í kálfa mér að dýpt. En eftir þetta skipti sem okk- ur bar á milli þarna, stansaði hann alltaf, væri komið vatn að vetrinum í gilbotninn. Hann minnti mig óþægilega á, að ég hafði ekki verið góður við hann og samviskan þessi oddhvassa gyðja, særir mig enn í dag með sínu alþekkta lagi út af þessu. Eftir þetta fór ég alltaf af baki í gilinu, þó ekki væri nema lítil bleyta komin þar og teymdi hann yfir. Hann réði þarna en ekki ég. Hann tók stjórnina af mér, elsku hesturinn minn. Hann minnti mig ætíð þarna á yfirsjón mína og eins það, að úr því hann var alltaf að vinna fyrir mig, þá átti hann að minnsta kosti rétt til þess, að vilja hans yrði líka sinnt og honum sýnd nærgætni. Á ferð yfir ár á ís var hann bæði varkár og viss, en rólegur, þegar hann var búinn að finna, að ís væri 9

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.