Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 14

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 14
Varptíminn hefst í júníbyrjun. Hún verpur tveimur (oftast) eða þremur, svartdröfnóttum eggjum, sem eru einna áþekkust álkueggjum að útliti, en minni. Hún verpur helzt í holum og hellum, gjótum og gjám og urðarskonsum eða stundum aðeins í fjörumölinni, þar sem stórgrýttast er og helzt að fá eitthvert skjól. Verulegt hreiður gerir hún sjaldnast, en þó lagar hún talsvert til í kringum sig, og það kemur fyrir, að hún reytir mosa eða gras undir eggin. útungunartíminn er ekki kunnur með vissu, en þó talið, að hann sé ekki fullar fjórar vikur. Teistan virðist hálflöt í fyrstu að liggja á eggjunum og fer ekki að sinna þeim fyrir alvöru, fyrr en áliðið er á tímann, og er því um kennt, að hún kemur sjaldan nema einum unga á legg. Ungana matar hún mest á marflóm og öðrum smákrabbadýrum, sem hún sækir í fjörurnar. Teistan er auðkenndust allra svartfugla, og kenna hana því marg- ir óséða. Hún er minnsr vexti allra frænda, svart og hvítklædd eins og aðrir svartfuglar, en hún hefir áber- andi hvítan blett á vœngjunmn og auk þess rauða jcetur. Fullorðin teista í sumarbúningi er svört á höfði, hálsi og bakinu öllu, en hvít hið neðra. A vængjun- um miðjum er stór, hvítur blettur, því að vængþökurnar þar eru hvít- ar (miðvængþökurnar). Nefið er svart, en fæturnir rauðir. A vetrum eru kverkin, vangarn- ir og hálsinn að framanverðu hvít- ur, en hið efra er fuglinn allur að ofanverðu meira eða minna hvít- leitur eða hvítdröfnóttur, því að þar er þá fiðrið allt með hvítleitum eða hvítum jöðrum, sem hylja þannig að mestu svarta litinn. Á útmán- uðum, fram til marzloka og eins 14 seinni parts sumars og á haustin fram á vetur, allt að jólaföstu, er teistan oftast alla vega svart- og hvítflekkótt, því að þá er hún að hafa fataskipti. Ungana má greina eins og aðra svartfuglaunga, fram á annað ár eða lengur, á óhreinni litum og dröfn- um, sem fullorðnir fuglar hafa ekki á þeim tímum árs. (Stærð: c. 148—168 mm; n. 31-—-35 mm; fl. 29—35 mm. Þyngd um 500 gr.) HAFTYRÐILLINN (Alle alle (L) Lítill og tyrðilslegur þykir eigi vingjarnlegur dómur um náungann, þótt sannur væri. Um þann náunga vorn, sem hér ræðir um, er það mála sannast, að þótt hann sé eigi mikill vexti, — hann er minnstur fugla af álkuættbálkinum, — er hann þéttur á velli, hnellinn og samanrekinn og fær í flestan sjó. Hann er hánorrænn að eðli og upp- runa og kann sig vel innan um rekís, við kulda og harðindi íshafs- landanna, er flestum öðrum fuglum yrði ofurefli við að etja, þótt meiri séu fyrir sér að sjá en hann. Svo er hann norræn, að það er á mörkum, að hann haldist við hér við land. Eru hérlendis þær syðstu varpstöðv- ar þessa fugls, sem kunnar eru. Hann verpur dálítið í Grímsey fyr- ir norðan land og á Langanesi, enn- fremur hefir ætíð verið talið, að hann ætti óðul norður á Kolbeins- ey, en um sannindi þess er mér, sem þetta ritar, ókunnugt. Erlendis á hann aðalheimkynni sín í Norð- uríshafslöndunum, vestan frá Græn- landi norðan- og vestanverðu, aust- ur um Spitzbergen og Franz-Jósefs- land, á Bjarnarey og Novaja Zemlya, Jan Mayen o. v. Þarna á norðurvegum er hann farfugl og sést á vetrum víða meðfram vestur- ströndum Norðurálfu, t.d. við Bret- lands- og Frakklandsstrendur, og hefir hann komizt alla leið suður að Azoreyjum. Hann virðisr að mestu vera staðfugl hér við land. Hann er ekki bjargfugl í venju- legum skilningi. Hann verpur hér- lendis í urðum og skriðum í fjör- unum við bjargafætur. Hann verp- ur í holum og gjótum, en ekki á bersvæði, eins og bjargfugli er títt. Hann fæst ekki við hreiðurgerð og verpur því á beran klettinn. Varp- tíminn er hérlendis um mánaðamót- in maí-júní. Hann verpur aðeins einu, nær einlitu eggi, grænhvítu furðu stóru og er um 24 daga að unga því út. Ungarnir eru mataðir á ýmsum smákröbbum o. fl. smá- dýrum og fara ófleygir á sjóinn, þegar þeir eru um þriggja vikna, með foreldrum sínum, sem annast þá um hríð. Er fuglinn of norrænn til þess, að lifnaðarhættir hans séu fullkunnir. Erlendis er bæði kostn- aðarsamt og erfitt að kynnast haf- tyrðlinum í sumarheimkynnum hans þar, en hér hefir honum eng- inn sómi verið sýndur. Fullorðinn haftyrðill í sumar- búningi er alsvartur á höfði og hálsi og á bakinu öllu. Ofan við augað er örlítill hvítur blettur, sem sjaldan er veitt eftirtekt, en er þó allgreinilegur. Á herðunum er fiðrið með hvítleitum jöðrum. Að neðanverðu er fuglinn allur hvítur. Á vetrum er allur hálsinn að fram- an og kverkin og neðanverðar kinn- arnar hvítar; að öðru leyti en litur- inn lítið breyttur. Nefið er stutt og klumbulegt, svart á lit. Fæturnir svartir. Haftyrðillinn er minni fiskæta en aðrir svartfuglar, og aðalfæða hans virðist vera svif (plankton) DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.