Dýraverndarinn


Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 6

Dýraverndarinn - 01.05.1980, Blaðsíða 6
Þessi mynd er hluti af mynda- seríu, sem pví miður er ekki hœgt. að nota í blaðið því petta eru litmyndir og ekki nægi- lega skýrar. Á myndinni sjd- um við búrhval berjast upp á líf og dauða. Sjórinn i kring er ein blóðeðja. Dauðastríð hans t.ók 45 mínútur. Myndin var tekin um borð í HVAL 9 sl. sumar. S j óræningj askip Hvað eru sjóræningjaskip? Það eru skip sem veiða livaða hvali sem er, livar sem er og hvemig sem er. Hvalkýr með kálfa eru t.d. hiklaust veiddar. Það eru Japanir og ýmsir „alþjóðlegir bissnessmenn“, sem eiga og reka þessi skip, sem sigla undir fölsku flaggi og leggja afla sinn upp á Spáni og Portúgal. Nú er svo komið að þessi skip eiga sífellt erfiðara með að athafna sig. Sum liggja á liafsbotni, önnur eru í hafnbanni og ýmislegt má telja, sem hrellir ,,útgerð“ þessa. Og það er allt vegna þrýstings og aðgerða frið- unarmanna en ekki vegna Alþjóða hvalveiðiráðsins. Þroskaðar vitsmunaverur Heili og taugakerfi hvala eru miklu þroskaðri en heili mannsins. Líffræðlega séð hafa höfrungar miklu meiri mijguleika til vitsmunalífs en maðurinn hvernig svo sem það 'nýtist þeim. En við getum verið viss um það, að ekkert dýr sem maðurinn hefur kynnst býr yfir slíkri skynsemi og tilfinningu sem hvalurinn. sýninguna okkar í Ásmundarsal. Tilgangur þeirra meS komunni hingað var að kynna íslendingum ástand hvalastofnanna eins og þeir eru í raun og veru. — Þú hefur ekki sýnt þeim Sæ- dýrasafnið? Jú. Þau gengu um svæðið og skoðuðu það full af viðbjóði og undrun og sögðu: „Kallið þið þetta dýragarð?" — En hvað höfðu þau að segja um hvalveiðar okkar? Að nú beindust allra augu að ís- landi og þá ekki síst vegna þess að við höfum lykilstöðu í þessu máli, atkvæði íslands getur ráðið úrslit- um. Við erum líka eina þjóðin, sem veiðir enn langreyði. Heimurinn biði eftir viðbrögðum fulltrúa okk- ar á ráðstefnunni í sumar, og við gætum ekki vænst annars en mjög mikils álitshnekkis ef við héldum áfram hvalveiðum. — En Jón, svo við snúum okkur aðeins að annars konar hvalveið- 6 DÝRAVERNDARINN

x

Dýraverndarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dýraverndarinn
https://timarit.is/publication/598

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.