Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 4

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 4
2 Þórður Kristleifsson En þótt söngfélagið „Bræðurnir“ sprytti beint upp af rótum ungmennafélagsskaparins og því viðliorfi hans, sem stuttlega hefir verið drepið á, þá var söng- félagið hinsvegar aldrei í neinum félagslegum tengsl- um við liann beinlinis, heldur stóð það frá öndverðu á eigin fótum.óháð ungmennafélögunum. En til þess að skýra, á hvern hátt ungmennafélagsskapurinn var undirrót þessa söngfélags, nægir að rifja það upp, að söngstjórinn, Bjarni Bjarnason á Skáney, og nærfellt allir stofnendur félagsins (þeir munu hafa verið 11 að tölu) vóru áhugasamir um þessi mál og félagsbræð- ur í Ungmennafélagi Reykdæla. En það, sem skapaði kórnum í fyrstu alveg ákveðið takmark að keppa að, var það, að ná því mcnningarsniði á sönginn, að hann þætti frambærilegur á allherjarmóti ungmennafélag- anna, íþróttamóti Borgarfjarðar. Fyrir iþróttamótið vorið 1915 vóru æfð nokkur fjórrödduð karlakórslög í þessu skyni, og vóru þau flutt á mjög fjöhnennu móti af söngflokki þessum, sem þá mun liafa verið nafnlaus. Er skemmst af að segja, að söngnum var tekið með kostum og kynjum af áheyrendum. Þessi fjrsta opin- hera tilraun flokksins gerði því betur en að uppfylla björtustu vonir, sem við þetta nýja félag og hugsjón þess höfðu verið tengdar. Þetta eru þá helztu tildrögin að myndun „Bræðra- flokksins“. Þessari nýhreytni og framfaraviðleitni var sýnd mikil alúð og sérstaklega hlýtt liugarþel af héraðs- húum yfirhöfuð. Sú liylli átti mikið sterkari þátt í því að efla dug félagsins og starfsgleði til einhuga fram- halds söngiðkunar, heldur en menn nú munu gjöra sér almennt Ijóst. Gáfaðir og söngelskir Borgfirðingar, sem á þennan fyrsta opinbera söng „Bræðra“ hlýddu, sögðu þeim, er þetta ritar, mörgum árum síðar, að þeir livorki fyr né síðar, hefðu lieyrt kórsöng jafn hrífandi og hjá „Bræðr- um“ á þessu móti. Lýsir þetta nokkuð þeim lilýja anda,

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.