Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 18

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 18
16 Björgvin Guðmundsson henni lengur, enda hefir hún aldrei skilið hana né til- einkað sér að nokkru marki. Holl tilbreyting væri því að fá nú um sinn meira af kórum, sérstaklega blönd- uðum. Alt af því lagi, sem útvarpið Jxefir yfir að ráða, og fú það oft. Sömuleiðis lagræna einsöngva og dúetta, þá fiðlu-sólóar, og af orkestur-músik væru þjóðlaga- rhapsódíur, létt overlure og fleira af svipuðu tagi heppi- legt, en söngurinn þó umfram allt. Iivað siðara atriðið áhrærir, verður útvarpið að taka upp algerlega hreytta starfshætti. Það á að gefa al-ís- lenzk músik-kvöld einu sinni í mánuði a. m. k., 7—8 mánuði á ári. Skal þar sungin og spiluð eingöngu íslenzk músik. Ekki „lög með islenzkum textum“! sem nú er að verða málsliáttur hjá útvarps-þulunum, jafnvel þó um al-íslenzk lög sé að ræða!! Sýnir það m. a. jafnvel móðgandi álappaskap gagnvart íslenzkri tónsmíða-við- leitni. Textinn er að sjálfsögðu íslenzkur, þó hann liafi verið þýddur handan úr Tannháuser. En lagið? Það er allt annað mál. Með hjálp allra þeirra túlkandi krafta, sem útvarpið hefir ráð á, ælti að vera hægðarleikur að koma framangreindri tillögu um íslenzk útvarpskvöld i framkvæmd. Það þarf ekki alltaf að vera ný og ný músik, þvi að íslenzk lónverk eiga það sammerkt við þau útlendu, að þau þola að heyrast, jafnvel oftar en einu sinni á ári. Annað. Það á að vera öllum þeim, sem túlka gegnum útvarpið fyrir horgun, að skyldu, að minnst helmingur viðfangsefna sé íslenzkt. Einkum skal þetta gilda um söngvara, og um hljóðfærasnillinga að svo miklu leyti sem verkefni fallast til. Til að koma þessu í framkvæmd, þarf útvarpið að setja sig í sam- band við tónskáld þjóðarinnar, hvar sem þau halda sig, og fala af þeim handrit, gegn annaðhvort lílilvægu afritunargjaldi í eitt skipti fyrir öll, eða gegn prósentu, eftir notkun þeirra. Annars geta livaða skilmálar sem er komið til greina, eða engir, eftir því sem verkast vill, og er þetta aðeins bending. Þá kem eg aftur að notk-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.