Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 29

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 29
Karlakór Reykjavíkur 27 liaft yfir takmörkuðu fjármagni að ræða, en liagnað- urinn hefir verið ótvíræður. Á liðnum 10 árum hefir kórinn lialdið milli 80 og 90 opinbera samsöngva hér á landi, og er þá ekki talinn með söngur kórsins við öll minniliáttar tækifæri, er hann hefir komið fram í góðgerðaskyni og þ.u.l. Má t. d. geta þess, að kórinn gaf í jarðskjálftasjóðinn 1860 krónur, eftir að liafa efnl til útisöngs i þvi skyni. Flest- ir af samsöngvum kórsins liafa verið liér í Reykjavik, Hafnarfirði og Akranesi. í Norður- og Vesturlandsför kórsins i júlímánuði 1929 voru haldnir 11 samsöngvar og auk þess sungið i Iíristneshælinu. Þessi söngför er fyrsta Grettistakið, er Karlakór Reykjvikur hefir lyft. Hún var liinn raunverulegi prófsleinn á félagið, sem jók áhuga og starfsþrek félagsmanna. Það var óneitan- lega í nokkuð mikið í ráðist af fjögurra ára gömlum kór, en árrangurinn var eigi að síður mjög glæsileg- ur. Með för þessari varð það augljóst, að kórinn hefði yfir miklum og góðum efnivið að ráða. I þeirri för var því og spáð, að meðan kórinn liéldi i slíku horfi, myndi liann eigi fljúga feigum vængjum, og virðist mér sá spádómur hafa ræzt. Þessi Vestur- og Norður- landsför Karlakórs Reykjavíkur er mér ennþá mjög minnisstæð. Sérstaklega dáist eg enn þann dag í dag að þeirri rausn, er „coilegar" okkar sýndu livarvetna þar, sem þeim var að mæta. Það má fullyrða, að slík- ar söngfarir eru ómissandi tengiliður í þeirri viðleitni, sem nú er hafinn af S.I.K. til þess að sameina hina dreifðu og söngelsku alþýðu þessa lands, í horg og byggð. I tölu þeirra samsöngva, er að framan greinir, eru nokkrir, sem kórinn hefir komið fram í, i blönduðum kór. Hann hefir t. d. sungið inn á liljóðrita 5 lög í hlönd- uðum kór með aðstoð hljómsveitar, og 14 lög einsam- all, og eru einnig sum þeirra með hljómsveitar undir- leilc. Lesendur „Heimis“ munu flestir minnugir á söng

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.