Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 21

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 21
Chopin 19 gáfu hans, sem snemma kom í ljós, og mætti hann fljótt aðdáun höfðingja og aðalsfólks Varsjáborgar. Þótt æfi hans yrði ekki viðburðarík og þess vegna — að þvi er ætla mætti — ekki líkleg til að hrífa liann til sköp- unar ódauðlegra listaverka, var geð hans frámunalega viðkvæmt, og átti hann með afbrigðum auðugt imynd- unarafl og hugmyndaflug. Minnstu atvik gátu komið huga hans i þá spennu, sem krefst útrásar í sköpunar- verlci, en þau gátu einnig haft gagnstæð álirif, lamað hugarflug hans og lífsþrótt allan. Eitt æfintýri átti þó æfi Chopins, en það var sam- band hans við frönsku skáldkonuna frú Aurore Dude- vant, sem þekkt er undir karlmannsdulnefninu George Sand. Chopin var 27 ára gamall, þegar liann kynntist henni, og hélzt samband þeirra fram á síðustu æfiár lians. Draumlyndi, föli, grannvaxni og limamjúki Pól- verjinn hreif þenna kvensköring eftir því lögmáli, að andstæðurnar mætast. Og andstæður voru þau í fyllsta máta. Hún var lág og gildvaxin, karlmannleg og gróf- gerð í lund og öllu fasi. Ilann var fremur kvenlegur i skapi, kviklyndur, óstöðugur, dutlungafullur, tortrygg- inn og móðgunargjarn. George Sand sagðist liafa fyllst móðurlegri umhyggju fyrir honum þegar frá fyrstu við- kynningu, enda fór hún jafnan með hann sem erfitt barn. Hann var berklaveikur, og liefir sú veiki eflaust átt nokkurn þátt í þeim lyndiseinkunnum, sem áður er getið. Honum stóð stuggur af hávaða heimsins. Hann sagði eitt sinn um sjálfan sig, að sér fyndist hann eiga álíka vel við veröldina og E-strengur fiðlunnar við kontra- bassa. Hann lék sjaldan opinherlega, og þau fáu skipti, sem það skeði, virtist sá töframáttur, sem leikur lians annars jafnan hafði yfir áheyrendum hans, hverfa. Þó að margt ófagurt megi segja um George Sand og framkomu hennar við Chopin, og þótt hún ef til vill hafi orðið orsök þess, að lífsþróttur lians þvarr, og æfi

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.