Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 12

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 12
10 Björgvin Guðmundsson til starfsins, hafi giflusamleg tekist aö rækta þann mú- sikalska jarðveg hjá þjóðinni, sem Jónas plægði. Þó er eitt alriði frá þessu tímabil,i sem ekki verður fram hjá komist, en það er, hvað Sveinbjörn Sveinbjörnsson kemst lítið inn í hókmenntir vorar. Mun það stafa sumpart af því, að liann dvaldi lengslaf erlendis, og þó máske enn- fremur sökum þess, að liann varð ekki músikþroslca þjóðarinnar jafn samferða og hin tónskáldin. Loks rek- ur Sigvaldi lestina, á öðrum tug þessarar aldar, og fyrstu söng-liefti hans ná mikilli útbreiðslu. En svo fer allt í baklás. Það mun mega l'ullyrða, að fram um 1920 fari allt með felldu i músiklífi þjóðarinnar. Fólk eignaðist flestar tónhækur, sem gefnar voru út, og kynnti sér og tileinkaði eftir beztu getu innihald þeirra. En upp frá því fara alvarlega að koma til sögunnar þau truílandi öfl, sem smámsaman liafa valdið þvi á- standi meðal þjóðarinnar, sem eg lióf mál mitt með að lýsa. Þau eru þrenns konar. Hið fyrsta og meinlausasta i eðli sínu eru grammófónarnir. Meðan útvarpsins naut ekki við, voru þeir hvorttveggja í senn, dálítið nytsam- legir og dálílið ónytsamlegir, eftir því, hvernig þeir voru hafðir, þvi að áhrif þeirra náðu eklci langt. Þeir gátu þroskað eða vanþroskað einstöku heimili, eftir því livaða plötur voru til þeirra fengnar. Og hvað áhrif þeirra hér á landi snertir, munu þau hafa verið ineira truflandi en þroskandi. Meiri hluti liljóðplatna, livar í heimi sem er, liafa frá upphafi sinna vega verið skrall og þvætt- ingur, og eg hygg, að þær hafi eðlilega orðið liér í meiri liluta, og eins liitt, að góðar plötur liafi í mörgum til- fellum ekki samrýmst musik-þroska notenda sem skyldi. Þá er annað atriðið. Sem sé aukin samhönd við útlönd, og misjafnlega fulllcomin tónmenntun erleiulis, sem að vísu gat af sér marga nytsemd, en líka allskonar for- skrúfun og gögurmennsku, Hrokafulla hálfmenningu. Þetta liættulegasta stig einstaklinga og þjóða. Frum- menning og hámenning eiga það sammerkt, að halda

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.