Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 8

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 8
6 Þórður Kristleifsson og liafa slik mannaskipti vitaskuld bakað félaginu lals- verða örðugleika. Og þó e. t. v. líka á hinn bóginn veitt því nýja lífsorku. En sé rennt liuga yfir hin mörgu starfsár þess, þá vekur þar fátt meiri undrun en það, hversu góðum og gildum stofni hinna fyrstu félaga „Bræður“ eiga enn á að skipa. Og það, sem miklu máli skiptir um þann stofn er það, að á honum virðasl enn einkenni æskunnar, þegar til félagsmála kemur. Og þó eru þess- ir menn, auk búsumsvifa, hlaðnir margvislegum trún- aðarstörfum fyrir sveil sína og hérað. Einmitt í þessu barst mér í liendur ritgjörð, sem nefnist: „Bræðraafmælið 30. júní 1935“. Er ritgjörð þessi eftir Kristleif Þorsteinsson að Stóra-Kroppi. I upphafi hennar er komizt svo að orði: „Nú í vor vóru liðin 20 ár, frá ]>ví að söngfélagið „Bræðurnir“, undir stjórn Bjarna Bjarnasonar á Skán- ey, var sett á fót. Allt þetta tímabil hefir félagið verið með góðu lífi, og aldrei hlaupið nein snurða á það bræðraband, sem þessir ungu félagar tengdust í byrj- un. Það var aðeins kærleikur á hinni fögru list: Söngn- um, sem batt þá þessum traustu böndum, en á laun verka sinna i sambandi við sönginn bugðu þeir aldrei. Gleðin, sem þeir veittu liver öðrum við samæfingar og samfundi, var það gjald, sem þcir létu sér lynda. Hefir þeim líka verið vel fagnað á samkomum, og á þeim lieimilum, sem þeir hafa valið til söngæfinga, þóttu þeir ætíð góðir geslir. Svo er það Iiér á hæ, að söngæfingadagar eru taldir með hátiðum ársins. Þegar „Bræðrafélagið“ var tíu ára gamalt, var afmæl- is þess minnst með skemmtisamkomu, sem haldin var í liúsi Ungmennafélags Reykdæla. Var það bjartan og sólríkan júnídag 1925. Voru þar saman komnir, aulc „Bræðra“, allir nánustu vinir þeirra og vandamenn. Þótti það hin skemmtilegasta samkoma og varð öll- um minnileg, sem þar vóru staddir.“

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.