Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 31

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 31
Karlakór Reykjavíkur 29 mæli í venjulegum skilningi sé ekki mikill viðburður í lífi manns eða málefnis, en það fer jafnan nokkuð eftir því, hvernig tekizt hefir með uppvöxtinn þetta árabil, með því að nokkuð má fara nærri um það, hvort mikils megi vænta af afmælisbarninu á komandi tím- um. En um það, hversu uppvöxturinn hefir tekist á þessu afmælisbarni, verður þjóðarheildin að dæma. Það skal játað, að sumum hefir stundum fundist starf- semin vera æði tímafrek og fórnirnar miklar, sem færð- ar hafa verið, en flestum mun þó finnast að glcðistund- irnar i starfinu hafa verið margfalt meira virði. Þeir, sem lifa og hrærast í faðmi söngs og listar, af áliuga og þrá eftir að njóta þess unaðar, er slíkt veit- ir, verða aldrei þreyttir á þvi að starfa að slílcu mál- efni, þótt það kosti fórnir. íslenzk alþýða þráir söng, þráir að flytja i tónum þær tilfinningar, er búa liið innra með lienni. Söng- urinn á þvi á þessum tímum sundurlyndis og úlfúðar að færa mennina nær hvern öðrum. Lyfta þeim hærra og hærra yfir fánýti hversdagsleilcans og mynda öfl- uga, einhuga fylking, sem starfar í anda hinnar sönnu listar. Að slíku marki eigum við allir að keppa, undir merki Sambands islenzkra karlakóra. Sveinn G. Björnsson. NOICKUR ORÐ UM BYRJENDA- KENNSLU 1 PlANÓLEIK. EFTIR ÁRNA K RIS T J Á N S S O N. í fáum kennslugreinum er „fúskað“ eins og i byrj- endakennslu i liljóðfæraleik. Allir þykjast geta lcennt „byrjendum“, og er fólk flest þeirrar skoðunar, að allt sé fullgott handa „byrjendum“; að hvorki þurfi að vanda til hljóðfæris né kennara. Slíkt er auðvitað hin

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.