Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 17

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Side 17
Hugvekja 15 það verður ekki gert með því einu, að kenna hann lil listar sinnar i orði, eða fyrirheiti um að verk lians verði, að honum látnum, látin í poka og flutt á þjóðskjala- safnið til ævarandi geymslu og ævarandi gleymsku. Nei. Slíka aðbúð þolir varla starfsorka nokkurs manns æf- ina út. Hver listamaður, ekki einungis þráir, heldur þarfnast, orku sinnar vegna, að verk lians séu metin, og þeim gefið færi á að dæma sig sjálf, annaðhvort til lífs eða dauða, eftir þvi sem verkast vill. Og það geta þau með þvi einu móti, að komast fyrir eyru almenn- ings. Ekki einu sinni, heldur margsinnis. Eg tel óþarft, að fara að leiða rök að þvi, hvers virði listir og bókmenntir séu fyrir þjóðirnar, þvi það hefir verið aðal-innihald allra þjóðhátíða-sinna, sem eg liefi lilustað á. Eg' vil aðeins bæta því við, að listræn afrek liafa þvi meiri þýðingu fyrir okkar þjóð en aðrar, þar sem hún er smærri, og af þeim ástæðum litilokuð frá að standa stórþjóðunum á sporði í flestum öðrum efn- um. Um þetta eru víst flestir sammála. Og er þá nokk- urt vit í að láta athafnalif þjóðarinnar á þessum vett- vangi umtals- og afskiptalaust, liversu öfugstreymandi sem það lcann að vera? Nei, segi eg og skrifa. Hér er mál, sem allt listunnandi fólk i landinu á að láta til sín taka. Hér er mál, sem Bandalag íslenzkra lista- manna hefði fyrir löngu átt að vera búið að taka til meðferðar, og ætti nú a. m. k. ekki að setja lengur hjá, vilji það ekki Jialda áfram að vera það, sem það hefir ávallt verið, sem sé 0,00. Og hér er sérstaklega verk- efni fyrir útvarpið, því að með þeim kröftum, sem að því standa, og það getur tekið i þjónustu sína, er það lang stærsta álirifa-vald þjóðarinnar til að umskapa viðhorf hennar til þessara mála. Hvað fyrra atriðið í undangeiiginni starfsemi útvarpsins snerlir, er búið sem búið er, og kannske ekki auðvclt að ráða bót á þvi. Þó mó reikna með, að þjóðin er orðin orkesturmúsikinni eins vön og liverju öðru staðviðri, og tekur varla eftir

x

Heimir : söngmálablað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.