Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 13

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 13
Hugvckja 11 í horfinu og hyggja upp, liver á sína vísu. En hálfmenn- ingin þekkir engar áttir, heldur hringsólast, full af gor- þeir og ofstopa á eftir sínu eigin skotti, rifandi það nið- ur með annari krumlunni, sem hún klúðraði upp með liinni. Þá kem eg að þriðja og síðasta atriði þessara trufl- unar-valda; því lang skaðlegasta og lang nytsamasta, eft- ir því, hvernig það er notað, en það er útvarpið. Þetta allra mikilhæfasta áliald til þroslca eða vanþroska á músikölskum vettvangi, sem til er í víðri veröld. Eg vil þegar í slað láta þá skoðun mína í ljósi, að rekstur útvarpsins liafi á marga lund vel tekizt, og sömuleiðis, að þó eg komizt ekki hjá að deila á músikalska starf- semi þess, eins og liún hefir gengið til að svo komnu, er það einungis gert til að finna máli mínu stað, um mikilvæga þýðingu útvarpsins og nauðsyn á breyttum starfshátlum á nefndum sviðum, án þess að í því felist nokkur tillmeiging til að undrast yfir misstignum spor- um þess. Eg reikna ekki með að þau séu viljandi stig- in, heldur stafi einkum af því að þeir, sem þessi mál Iiafa með höndum, geri sér ekki nægilega ljóst, live afar milda þýðingu einmitt þessi liður útvarpsreksturs- ins hefir fyrir þjóðina. Að sjálfsögðu hlýtur og á músik-starfsemi útvarpsins að byggjast á tveim megin-alriðum. Hið fyrra, að þroska þjóðina efti föngum í músikalskri smekkvísi, og hið síðara, að efla af fremsta megni hennar eigin tón-bók- menntir. Til þessa hvortveggja liefir útvarpið sérstæða og ágæta aðstöðu, og það er blátt áfram skylda þess að miða alla músik-starfsemi sína við þessi tvö ofanskráðu atriði. En að svo komnu er eklci sjáanlegt, að þeir, sem séð hafa um þennan hlula útvarpsrekstursins, hafi lát- ið sér detta neitt þvilíkt til liugar, því að yfirleitt liefir músikstarfið, frá þessum grundvelli slcoðað, verið svo mikið fálm, að slíkt er óhugsandi, lægi eitthvert mark- mið til grundvallar. Jafnvel sú virðingarverða viðleitni

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.