Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 34
32
Fréttir
F R É T T IR.
Guðinundur Kristjánsson söngv-
ari liefir dvalið i Ghicago und-
anfarin ár og stundað þar söng-
kennslu.
í ameríska tónlistarritinu
„Musical Leader“ er þess get-
ið, að ein af ágætustu söngkon-
um við „Metropolitan“, Greta
Ljungberg, hafi lokið miklu
lofsorði á einn nemanda G. K.,
Mari Hansen. Söng ungfrú Ilan-
sen fyrst opinberlega með G.
K. 1934, fór síðan til Sví])jóð-
ar og vakti þar mikla athygli.
Síðan hefir hún sungið í Chi-
cago, við góðan orðstýr. Ungfrú
Hansen hefir verið nemandi G.
K. um þriggja ára skeið.
*
Karlakórinn „Þrestir“
söng í annað sinn í K.F.U.M.-
húsinu í I-Iafnarfirði undir
stjórn hr. Jóns ísleifssonar. Að-
sókn var jsæmileg og viðtökur
góðar.
Á söngskránni voru 12 lög —
flest gamlir kunningjar — og
öll útlend, nema eitt, „Hrím“,
eftir Friðrik Bjarnason organ-
ista í Hafnarfirði, frumlegt lag
og vel fallið til söngs. Karla-
kórarnir íslenzku ættu að
syngja meira af ísl. tónsmíðum
og þannig örfa ísl. karlakórs-
lagahöfunda til starfa.
Einsöngva sungu þeir séra
Garðar Þorsteinsson og Pálmi
Ágústsson. Séra Garðar er
löngu kunnur sem góður söng-
maður, enda söng hann prýði-
lega að þessu sinni. Pálmi er
lítt reyndur og skortir lærdóm,
en hann hefir mjög laglega
rödd. Einnig sungu þeir séra
Garðar og Ilallsteinn Hinriks-
son tvísöng í „Ave Maria“ eftir
Fr. Abt, og tókst það mjög
sómasamlega. Þess gælti nokk-
uð, að undirsöngur kórsins væri
of sterkur. Einnig var fram-
burði á texta oft ábótavant
(flár á köfluin). En samtök
voru alla jafna i góðu lagi,
enda var stjórn söngstjórans
nákvæm og lipur.
Eg heyrði ]>essa söngsveit
syngja í fyrra (hún var að vísu
elcki alveg eins stór þá), og eg
verð að segja, að ef eg hefði
ekki þekkt þarna flest sömu
andlitin aftur, þá hefði eg ekki
trúað því, að þetta væri sama
sveitin, — svo mikil var breyt-
ingin og öll til hins betra. Það
er augljóst, að að baki slíltra
framfara liggur mikið erfiði og
sterkur áhugi, bæði hjá söng-
sveit og söngstjóra. Þá má held-
ur ekki gleyma því, að kórinn
hefir notið kennslu hjá liinum
ágæta söngkennara S.Í.K. hr.
Sig. Birkis.
Haldi kórinn þannig áfram á
þroskahrautinni, gelur hann ó-
hikað gengið til leiks og haft
sóma af. En eitt vildi eg ráð-
leggja þessum kór (og yfirleitt
öllum kórum): Iðkið meira
veikan söng; hann er eins væn-
legur til sigurs og hinn sterki.
21./2. ’36.
S. Heiðar.
FÉLAGSPRENTSMIÐJAN