Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 14
12
Björgvin Guðmundsson
útvarpsins xneö því að gangast fyri plötuslættinum vor-
ið 1933, virðisl liafa verið gerð alveg út í bláinn, ef dæma
skal eftir því, livað plöturnar, að 3—4 undanteknum,
lieyrast sjaldan gegnum útvarpið, og sumar lielzt aldrei,
og yfirleitt annari furðulegri sparneytni þess á íslenzk-
ar hljómplötur, en að þessu vík eg síðar, þvi það til-
heyrir siðara atriðinu.
Um liið fyrra, þroskunar-viðleitnina, er það að segja,
að i stað þess, að gera sér ljóst, þá er útvarps-starfið
liófst, að músikþroski þjóðarinnar var vitanlega mjög
samferða þeim tón-bókmenntum, sem þá voru komn-
ar út meðal alþýðu, og liefja starfið með lilliti til þess,
eru heilar symfóníur og óperur eitt með því fyrsta, sem
látið er dynja yfir þjóðina. Og hvorttveggja er henni
ekki einungis algerð nýjung, heldur lílca í tilbót svo
fjarskylt, sem framast má verða. Það er heldur en ekki
stökk frá Organtónum Brynjólfs yfir í stærstu orkestur-
verk sem veröldin á, eða frá Hörpuliljómum Sigfúsar
og smásöngvum Kaldalóns yfir i Wagners-óperur.
Og afleiðingarnar brugðust ekki. Allur fjöldinn skrúf-
aði fyrir, og það sem verra var, — það fékk einhverja
óbeit á þessari liáfleygu músik, og varð illa við hana,
eins og mörgum liættir til gagnvart því sem þeir telja
ofan eða utan við sinn skilning. Nokkrir lilustuðu, án
þess að fá nokkurn hotn í það, sem þeir lieyrðu, eða
hafa af því nokkra verulega ánægju. En þeir lærðu
að nefna mörg fræg tónverk og marga fræga liöfunda.
Þeir lærðu að mæla músik í vegalengdum. Þeir lærðu
að glotta náðarsamlega að öllu, sem að þeirra dómi var
ekki nógu langt eða svert, og þeir lærðu umfram allt
að fyrirlíta íslenzka tónsmíða-viðleitni, og gerðu sig að
postulum lýðsins, og hafa með þeim liætti eitrað mjög
viðhorf alþýðu til músik-viðleitni í landinu. Ef úlvarp-
ið hefði tekið Jónas Helgason og fleiri, sem framan af
innleiddu hér músik við þjóðarinnar hæfi, sér til fyrir-
myndar, mundi því sennilega liafa tekizt að afstýra