Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 22

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 22
20 Árni Kristjánsson hans lauk „fyrir örlög fram“, verður að viðurkenna þau örvandi áhrif, sem hún hafði á hinn óákveðna og' efagjarna listamann og sköpunarverk lians. í sam- kvæmissölum hennar kynntist hann mörgu stórmenni lista og vísinda, stjórnmálamönnum, höfðingjum, list- vinum og fögrum konum, og í þessu umhverfi þrosk- aðist list hans og náði fullkomnun. Tónsmíðar Ghopins eru að heita má allar samdar fyrir slaghörpu. Enginn liafði áður skapað eins i anda þess liljóðfæris. Hann leysti úr læðingi allt, sem það gat gef- ið af fegurð. Hann skóp ný form, ný hljómasambönd, nýja, fjölbreytta hrynjandi, nýja tækni. „Etudur“ hans eru „faðirvor“ allra slaghörpuleilcara heimsins og grund- völlur tækni þeirra, og vart mun sjást tónleikaskrá slag- hörpuleikara, sem ekki geymir nafn Chopins meðal tón- skáldanna. Þrátt fyrir það, að Cliopin naut ágætrar kennslu í list sinni, verður að telja liann sjálfmenntaðan að allveru- legu leyti, þar eð stíll lians er alveg einstakur og strang- persónulegur. Hann átli engan fyrirrennara. Liszt nam af honum liinn nýja stíl, og urðu tónsmíðar beggja grund- völlur nýrrar aldar í sögu tónlistar og tækni slagliörp- unnar. Verk Chopins eru frámunalega fjölhreylt. Glaðværð, þunglyndi, ofsi, draumlyndi, örvinglan, — öll geðbrigði má finna 1 þeim. Þau er full af litauðgi og skrauti, sem þó aldrei er tómt glys, heldur hefir sína rökréttu þýðingu og rennur í lieildina á dásamlegan hált. Hann var fyrsta „þjóðlega“ tónskáldið. I æsku sinni lilýddi hann oft á bændur Póllands syngja þunglyndislegu þjóð- lögin sín, og hann lieyrði og sá þá líka þramma þjóð- danzinn Mazurek. Ilann færði seinna þau áhrif, sem hann þá varð fyrir, í ódauðlega list. Schumann varð einna fyrstur til þess að viðurkenna jafnaldra sinn. Þegar Op. 2: „Tilbrigði við stef úr „Don

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.