Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 23

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 23
Chopin 21 Juan“ eftir Mozart“ kom út, reit hann í „Zeitsclirift fúr Musik“: „Takið ofan, lierrar mínir, hér er gení á ferð- inni“. Margir urðu eftir það til að dásama tónsiníð- ar Chopins, en einn rýnandi tók þó jafnaðarlega á móti liverju nýju verki frá lians hendi með skömmum og sví- virðingum. Sá maður var Heinrich Rellstab, ritsljóri tónlistartímarits í Leipzig. Urn „Etudurnar” farast hon- um svo orð: „Þeir, sem liafa vanskapaðar hendur, gætu lagað þær með því að æfa „Etudur“ þessar, en varast skyldu aðrir að leika þær, ef ekki er skurðlæknir við- staddur“, og um „Mazurkana“: „Chopin er ótæmandi uppspretta eyrnakveljandi óhljóma, hranalegra tónteg- undaskipta og ljótra misþyrminga lags og hrynjandi .... Ef lir. Chopin liefði sýnt einhverjum meistara tón- smíðar sínar, myndi sá liinn sami vonandi liafa varp- að þeim fyrir fætur honum, sem vér og gerum hér með í anda!“ Varsjá og París voru upphaf og endir á æfiskeiði Chopins. 1 litlu þorpi við Varsjá stóð vagga lians, en í París er gröfin. Pólland og Frakkland mótuðu hann á undursamlegan liátt. Móðir lians var pólsk, en faðir- inn frakkneskur. Milli þessara tveggja landa skipti hann sinni skömmu æfi. Rúmlega tvítugur að aldri yfirgaf liann móðurjörð sína og liélt til lands feðra sinna, sem tók honum opnum örmum og veitti honum skjól, þau nitján ár, sem hann lifði eftir það. Þegar hann kvaddi Pólland, tók hann með sér bikar fullan pólskri mold, sem varpað var í gröf hans i París. Hann liélt tryggð við Pólland og hjálpaði iðulega nauðstöddum löndum sínum í Paris. París skóp heimsborgarann, snyrtimenn- ið, listamanninn, en hlóðið sem i æðum hans söng, var pólskt. Samkvæmt ósk hans var lijarta hans sent til Póllands, því Póllandi tillieyrði það alla lians daga. Á. K.

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.