Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 10

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 10
8 Björgvin Guðmundsson H U G V E K J A. EFTIR BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON. Það ætti að vera kunnara en frá þurfi að segja, að útgáfa íslenzkra tónverka er orðin fjárhagslega ókleif. Hefir svo verið um nokkur ár, og fer sífellt versnandi. Merkur maður i Reykjavík skrifar mér nýlega að sala karlakórs-laga muni varlega fara fram úr 40—50 ein- tökum um land allt, og mun það ekki fjarri sanni. Samt telur S. I. K. 433 meðlimi, samkvæmt skýrslu frá í júní siðastl., prentaðri í tbl. Heimis, og sennilega hafa þeir karlakórar, sem ekki eru í sambandinu álíka liáa með- limatölu. Má nokkurn veginn af þessu ráða, hversu til muni takast með sölu annara tónverka. Nei, þjóðin kaup- ir ekki tón-bókmennlir, og e. t. v. sízt af öllu íslenzk- ar. En þetta mun lagast með eðlilegum hætti, þegar sú svimandi tónmenningar-víma, sem sprottin er af klæða- faldssnertingu útlendra listaverka, og þó einkum faðm- lögum við útlendan leirhurð, er af okkur runninn. Og liún rennur væntanlega af okkur, en seinna miklu en nauðsyn ber til, nema þvi aðeins að flýtt verði fyrir því afrennsli eftir föngum. Nema því aðeins, að þeir af oss, sem komið hafa auga á þetta grátbroslega þjóð- armein, hætti að hvíslast á um það og gera sér tæpi- tungu við það. Get eg ekki óskað þessu nýfædda tón- mála-riti okkar, „Heimi“, betra gengis en að liann megi reynast orkuvaki íslenzlcrar tónlistar-viðleitni, og þá ekki síður ratvís leiðbeinandi starfsháltum hennar og stefnu. Því að vissulega hefir tónlistarstarfsemi mjög aukist með þjóðinni á síðustu árum. Um það vitnar m. a. fjölgun karlakóra, músik-starfsemi útvarpsins, Illjóm- sveit Reykjavikur, og mjög aukin hljóðfæranotkun um land allt, og er það mjög gleðilegt út af fyrir sig. En liitt er þó ekki síður furðulegt, að eftir því sem lisltúlk- andi starfsemi eykst, skulu útgáfu-möguleikar íslenzkra

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.