Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 32

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 32
30 Arni Kristjánsson mesta firra, því að á byrjuninni getur framtíðin oltið. Aðalmarkmið allrar tónlistarkennslu ætti að vera það, að vekja tónlistaráhuga yfirleitt, auka skilning og bæta smekk manna á tónlist. Á þann hátt getur myndazt tónlistarmenning. Ef kennslan er í því einu fólgin, að þvinga nemandann til að æfa leiðinlegar æfingar hundrað sinnum á dag — lyfta vel fingrunum og telja, og ef allt þetta á þar að auki að fara fram á tónljól, geltandi og „fölsk“ bljóðfæri, gengi það lcraftaverki næst, ef nokkur neisti af áhuga liéldist hjá nemandan- um, að ekki sé minnzt á framfarir i smekk og tónlist- arskilningi. Fyrsta sldlyrði til góðra framfara er því gott, tón- fagurt hljóðfæri, en það næsta er hæfur kennari, og er hlutverk hans mikið. Hann þarf að reyna að fá nem- andann til þess að vinna sem mest sjálfan, hugsa og skapa. Nemandinn á að liafa það á tilfinningunni, að hann sjálfur uppgötvi þetta og hitt, en ekki, að því sé troðið í hann. Kennarinn verður að reyna að þroska jafnhliða bæði tónlistarhneigð og — smekk, og tækni- hæfileika nemandans, ennfremur tilfinningu fyrir liljóð- falli (rhytmus), kenna nemandanum að þekkja lag- háttu, form (sónata, fúga, rondo, variation o. s. frv.), tóntegundir og tóntegundaskipti (modulation), liljóma, stíltegundir (polyphonie — ldassik — rómantík o. s. frv.), allt auðvitað smátt og smátt og ætíð í sambandi við þau lög og æfingar, sem nemandinn æfir í það skiplið. Flest þetta er með öllu vani’ækt og því van- rækslusynd eingöngu, en tæknikennslan er oft því verri og skaðlegri, sem meira eru iðkaðar vissar „aðferðir“. Það þekkist t. d. enn, að nemendur eru látnir leika tónstiga með fimmeyring á handarbakinu, en oftast mun samt lítið gert til að kenna nokkrar vissar hreyf- ingar, liandstillingar o. s. frv. út yfir það, að „lyfta vel fingrunum“! — Nú hættir langflestum byrjendum til að nota í „píanistískum“ skilningi algjörlega óheppi-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.