Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 16

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 16
14 Björgvin Guðmundsson Um óþjóðrækni velflestra íslenzkra listtúlkenda er líklega óþarí't að fjölyrða. Hún er þegar fyrir löngu vaxin yfir höfuð öllum, sem annars lóta sig þessi mál nokkru skifta. Það er svo sem ekki óalgengt, ,að hlusta á heila konserta lijá al-íslenzku fólki, án þess að nokk- urt íslenzkt lag útgangi af þess munni, ellegar hálftíma söng eða spil gegnum útvarj)ið með sömu ummerkjum. Og þá sjaldan að það tekur á því lítillæti, að leggja sig niður við íslenzka músik er, að lieiðarlegum undan- tekningum, hersýnilega mjög kaslað höndum að vali ög túlkun, enda látið í veðri vaka, að þetla sé gert fyr- ir almúgan, því að auðvitað eru þeir að tónmenntun upp úr því hafnir, að hafa ánægju af íslenzkum tónverk- um! Og veslings Færeyja-gikkirnir! 1 Þá verður ekki útvarpsterzettinn sanngjarnlega sakaður um ræktarsemi við íslenzka músik, og gæti hann þó verið stór-nytsam- ur á þeim vettvangi, bæði sökum afslöðu sinnar, og góðra túlkunar-hæfileika. Nei. Hvort sem það er vilj- andi eða óviljandi, þá beinist allt of mikið af list-túlk- andi starfsemi í landinu að því, að koma í veg fyrir íslenzkar tón-bókmenntir, í stað þess að hún ætti öll að beinast að eflingu þeirra og viðgangi. Þetla kann að virðast harður dómur, en hann er, því miður, allt of réttmætur, eins og séð verður af framanskráðu, og hreki það hver sem getur. Og afleiðingarnar af þessu liálla- lagi hljóta að verða fyrirmunun islenzkra tón-bók- mennta, og skulu nú færð að því nokkur rök. Það er engu siður árangurinn af störfum manna en þau sjálf, sem egna krafta þeirra til liins ýtrasta. Og þó að listamenn, öðrum fremur, hafi ósjálfráða hvöt til listar sinnar, er hún alls ekki fullnægjandi. Tilsvar- andi starfsþol verður að fylgjast með, svo að listamað- urinn sé óþreytandi, unz hann hefir komið frumdrátt- um sínum í þann glæsilegasla búning, sem hann mögu- lega orkar. Það er því ekki siður starfsorka listamanns- ins, sem leggja verður rækt við, en frumhvöt hans. Og

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.