Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 6

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Page 6
4 Þórður Kristleifsson fyrir liúsfylli á báðum þessum stöðum, og var gjörð- ur að söngnum mjög góður rómur. Það má geta þess hér, sem hálfgerðs útúrdúrs þó, að í Reykjavík keyptu „Bræður“ sér samstæðar liúfur lijá Haraldi Árnasyni kaupmanni, og eru þeir með þær á góðri hópmynd, sem Sigríður Zoéga tók af flokkn- um þar syðra. En „Bræðrum“ urðu húfur þessar sér- staklega minnisstæðar af því, að fyndnir götupiltar í Reykjavík gáfu þeim nafn og skírðu þær „Sveitamanna húfur“. Yar hent mikið gaman að þessu nafni innan flokksins. Af þessum fáu dráttum, sem gjörðir liafa verið af byrjunarstarfi söngfloklcsins, má e. t. v. ráða það, að „Bræður“ höfðu lánið með sér, og það einmitt á því aldursskeiði, sem öllum nýgræðingi er lífsliætta búin, ef nepju og skilningsleysi er að mæta og ólióflegir örðugleikar steðja að. Við þær aðstæður vilja von- irnar kulna út og áhuginn dofna. í sveitum er, eins og öllum er fullljóst, sem til þekkja, ógjörningur að efla til samfunda, nema mjög sjaldan. Þetta er eitt af meginatriðum þess, að söngfélögum í sveilum er með öllu ókleift að standa jafnfætis sams- konar félögum i kauptúnum eða í miklu þéttbýli. En liitt er víst, að sveitirnar hafa engu síður en kaupstað- irnir, miðað við mannfjölda, góðum söngkröftum á að skipa. Söngfélagið „Bræður“ fann mjög til þess, þegar það hafði skamma hríð starfað, liversu óreglulega og sjald- an því varð við komið, að lialda söngæfingar. Á öðru starfsári félagsins (1917), var því tekinn upp sá sið- ur, sem síðan liefir haldizt við, að verja einni viku á hverju ári til samæfinga. Nefnist þessi vika „Söngvika“ á máli „Bræðra“ og lætur það orð vel og þýðlega í eyrum félagsmanna. Vika þessi er valin að haustinu,

x

Heimir : söngmálablað

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.