Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 30

Heimir : söngmálablað - 01.01.1936, Blaðsíða 30
28 Sveinn G. Björnsson kórsins á þessum hljómplötum, síðan sú hljóðritun fór fram. Það, sem hefir gert Karlakór Reykjavikur kunnast- an, er söngför lians til Norðurlanda síðastl. sumar. Sú för er landskunn, og raunar um öll Norðurlönd og víð- ar, og virðist ekki þörf á því, að hennar sé sérstak- lega getið hér. Hún var stórmerkur viðburður í sögu félagsins og íslenzkrar sönglistar. Um för þessa ritaði eg í 35., 36. og 37. tölublað Sunnudagshlaðs Alþýðublaðsins 1., 8. og 15. september f. á. Er þar skýrt all-ýtarlega frá för- inni og jafnframt birtir allir dómar um söng kórsins, er náðist í. Eins og eg tólc fram í uppliafi, þá verð eg að fara fljótt yfir sögu, og er því mörgu sleppt af því, er drif- ið liefir á daga félagsins á liðnum tíu árum. Kórinn minntist afmælis síns 4. janúar síðastl., með samsæti í Oddfellow-höllinni. Var þar mikill fjöldi saman kom- inn, og stóð hófið fram undir morgun. Við þetta tækifæri voru 6 menn kjörnir heiðursfé- lagar og sæmdir heiðursmerkjum félagsins. Voru það þeir prófessor Dr. theol. Magnús Jónsson, útvarpsstjóri Jónas Þorbergsson, söngstjóri Sigurður Þórðarson, söngvarinn Stefán Guðmundsson, sönglcenn- arinn Sigurður Birkis, og ljankaféhirðir Kristján Jóns- son. Allir þessir menn, að undanskildum söngstjóran- um, sem hefir sérstöðu gagnvart félaginu sem braut- ryðjandi þess og sá maður, er hefir mest og hezt unn- ið að gengi þcss og glæstum sigrum, hafa reynst félag- inu með miklum ágætum, hver á sínu sviði. Þeir liafa sem hollvinir gengið auðfúsastir fram í því að hefja og styðja starfsemina á hvern þann hátt, er henni liefir mátt verða til álitsauka. Þegar við nú kveðjum þetta tímabil og liorfum yfir farinn veg og unnið starf, höfum við margs að minn- ast. Stundum er að vísu litið svo á, sem tíu ára af-

x

Heimir : söngmálablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimir : söngmálablað
https://timarit.is/publication/601

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.