Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Qupperneq 5
kirkjan, mistök hennar eru mistök okkar mannanna
upp og ofan, þótt einstakir kirkjuhöfðingjar hafi
einnig oft framiS glæpi að ifirlögðu ráSi í hennar
nafni. ViS verSum að skilja það, að hin eina sanna
kirkja Krists er first og fremst kirkja fólksins. Borg-
arastéttin og auðvaldsstéttin liafa oflengi haldið
henni firir fólkinu, gert hana að sínu vígi, og sósíal-
istar hafa oflengi látið blekkjast til andstöðu við
kristnina, afþvíað þeir voru í andstöðu við kirkju-
valdið í hendi ifirstéttarinnar. En kristnin, Kristur
hreinn og ómengaður, er sterkasta afl fólksins, lifsafl
þess. An hans vinnur sósíalisminn ekki sína loka-
sigra. Þetta skiftir öllu máli. Það er hluiverk sósíal-
isrnans að vinna kirkju, Krists, Krist sjálfan, úr
höndum hinnar miskunnarlausu ifirstéttar og há-
stéttar og skila jrcssu lífsafli aftur í hendur fólksins;
sem á ]>að og vex með því lil þess lífs, sem sósíal-
isminn stefnir að, en nœr aldrei án Krists.
En hvernig má þelta verða? First er að leitast við
að skilja hið ómetanlega gildi kristindómsins firir
fólkið, og það mundi skiljast, ef þið opnuðuð skiln-
ingavit ikkar jafnviljuglega og hleipidómalaust firir
því og t. d. gildi verkfræðinnar firir nútímamenn-
ingu. Þá mundu sósíalistar ofur eðlilega hætta að
þjóna auðvaldsstéttinni með því að hæða kristin-
dóminn opinberlega eða í hjarta sínu. í stað þess
mundu þeir af brennandi áhuga, en ekki lil að sín-
ast, gagnrína harðlega þá boðendur kristindómsins,
sem leituðust við að viðhalda hinni háborgaralegu
kirkju nokkurra útvaldra. Umhiggjan firir hinum
dírmæta fjársjóð væri afl þeirrar gagnríni, en ekki
háðið og lítilsvirðingin. Og sósíalistar mundu sjálfir
tak'a að boða kristindóm í ríkiskirkju eða fríkirkju.
Þá mundu þeir ekki lengur taka þann heimskulega
kost að láta aðra nær eingöngu um það. Þeir mundu
komast að raun um, ef þeir vildu í sannleika vinna
firir fólkið, að þar gætu þeir unnið fólkinu marg-
falt þarfara verk en jafnvel sem lögfræðingar, við-
skiftafræðingar, verkfræðingar o. s. frv. að öllum
þessum störfum ólöstuðum. Hér á landi hefur kirkju-
valdið aldrei verið jafnöflugur fjandmaður sósíal-
ismans og víða annarstaðar. Fólkið hatar ekki kirkj-
una hér né berst gegn henni. Það væntir í rauninni
mikils af henni og „kirkjunnar mönnum“, en verður
fyrir stöðugumvonhrigðum,og nægir í því sambandi
að minna á, er prestastefnan gleimdi í sumar að mót-
mæla herstöðvakröfunum í sama mund og öll sam-
tök fólksins voru að mótmæla. Það er því tiltölulega
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ
góð aðstaða firir sósíalista að taka nú að leggja franr
sinn skerf til lífgunar og uppbiggingar þess samfé-
lags, sem kirkja Krists á að vera. Hún felur í sér
dírmætustu firirheit fólksins, og þrátt firir altof
marga steina firir brauð væntir það sér í hjartanu
sí og æ einhvers mikils af henni, minnist óljóst síns
línda Krists, sem fann það og snart að hjartarótum
í upphafi. Hver, sem lengur horfir á það sljóum aug-
um, að vinnandi, stríðandi og líðandi fólk finni ekki
sinn Krist, sálarfrið hans og baráttuþrek. hver, sem
gerir það, hann er vægast sagt ekki mannvinur, sjá-
andi sér hann ekki þá einu aflstöð, sem triggir sigur-
inn í baráttunni firir betra heimi. Magnað krafti
þeirrar ofuraflsstöðvar sigraði fólkið eða kristni-
bilting þess Rómaríki. Og magnað þessu ósigrandi
afli getur og á fólkið enn í dag að sigra hinn djöful-
lega alheimseiðandi kapítalisma og eignast loks sjálft
þessa jörð, sem því er gefin af guði til lífs, en ekki
dauða.
Nú má enginn skilja orð mín svo, að ég sé um-
búðalaust að gera kristindóminum lægra undir
höfði en sósíalismanum, það er þvert á móti. Ég er
ekki að segja, að kristindóómurinn eigi að vera tæki
í baráttu sósíalismans. Að því væri sósíalismanum
nefnilega ekkert gagn, og „kristindómurinn“ væri
þá enginn kristindómur. Nei, sósíalisminn á að hvíla
í kristindóminum, sækja þangað þá næringu og það
afl, sem eitt getur trigt sálarfrið og sigur fólksins í
baráttunni, verið stríð þess og friður. Og ef það tæk-
ist, sem ég efast aldrei um, þá sjá allir, hvort að
þessu væri nokkur minkun firir sósíalismann. Hví-
líkur barnaskapur. Þá first flæddi hann út ifir alla
hakka, og sósíalistar irðu óumflíjanlega aðrir og
betri menn, einsog allir, sem leitast af veikum mætti
við að gera vilja guðs. Nú er það svo, að sósíalistar
hafa e. t. v. alment verið taldir aðhillast tilviljunar-
og tilgangsleisissj ónarmiðið varðandi mannlífið og
heiminn. Margir þeirra hafa a. m. k. staðið nærri
þeim skilningi, að einhver óskírð, en heppileg tilvilj-
un væri fremur „höfundur“ heimsins og lífsins en
markvís skapari, guð. Af tilviljunarsjónarmiðinu
hefur leitt tilgangsleisissjónarmiðið, þá skoðun, að
ekkert væri firir utan og ofan þetta líf, sem væri þá
jafnheimskulegt og eilífur sandmokstur í botnlausa
poka. Sjónarmið kristindómsins eru aftur á móti
þau, að heimurinn sé skapaður, skapaður af guði, er
stefni manninum markvíst til fullkomnunar í þessum
heimi og ofar honum, stefni manninum til samfélags
3