Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Side 7
INGI R. HELGASON, stud. med.:
ALÞJÓÐASAMBAND STÚDENTA
(INTERNATIONAL UNION OF STUDENTS)
í nóvembermánuði 1945 komu saman í London
stúdentar frá 39 þjóðum til að ræða áhugamál sín.
Þeir höfðu barist ldið við lilið í stirjöldinni gegn
nasismanum og tengst órjúfandi vináttuböndum. Nú
sáu þeir enga ástæðu til þess að hætta samstarfinu.
Mörg vandamál steðjuðu að, þótt nasismanum hefði
verið rutt úr vegi. Þeim vandmálum vildu stúdentar
mæta með samstiltum kröftum sínum. Þeir vildu
snúa bökum saman í barátlunni fyrir varanlegum
friði, og þeir vildu taka þátt í endurreisninni og
skipulagningu atvinnulífsins og menningarlífsins
heima firir. Þess vegna ákváðu þeir að stofna til
alsherjar alþjóðasambands stúdenta og kusu á þessu
þingi í London nefnd til að sjá um undirbúninginn.
Stofnþing hins níja sambands var svo háð í Prag
í ágúst 1946, og voru þar saman komnir 305 fulltrú-
ar frá 43 þjóðum firir um tvær og hálfa miljón fé-
lagsbundinna stúdenta. Lög sambandsins voru end-
anlega samþikt hinn 27. ágúst, og sá dagur er talinn
fæðingardagur sambandsins. Stúdentaráð H. í. er
aðili að sambandinu.
Starfsemi þess er mjög víðtæk og vel skipulögð
og má vænla mikils árangurs af henni. Utvarpað er
frá aðalstöðvum sambandsins í Prag einu sinni í
viku, og mjög vandað málgagn kemur út mánaðar-
lega. (Fáanlegt bjá Stúdenlaráði). Mikil áhersla er
lögð á að afla upplísinga um námsskilirði og aðbún-
að stúdenta í hinum ímsu löndum, og þegar hefur
samhandið hafist handa um töku fræðslukvikminda
um menningarmál, sem senda á stúdentasamtökum
himnastiga, en ckki hækju, við eilíft líf, en ekki út-
bruna lífsins, við guðsbarnaréttinn, en ekki heimska
náðarvon úr liendi hins sterka. Þær verða að stiðjast
við kristindóminn, eiga upphaf silt og rök í tilgangi
lífsins, og þá er sigurinn vís, og þá first.
NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ
landanna. — Einnig ætlar samhandið að gangast
firir kinnisferðum stúdenta til annarra landa og
standa firir íþróttakepnum o. s. frv. Mikilvægur þátt-
ur í starfi sambandsins er sú aðstoð, sem það hefur
veitt og veitir stúdentum, sem illa eru settir í þeim
löndum Evrópu, þarsem matvælaástandið er alvar-
legast.
Um tilgang sambandsins segir svo m. a. í lögum
þess:
a) SambandiÖ er málsvari líöræðissinnaðra stúdenta um
allan heini, og mun sem slíkt veita stúdentum aðstoð
sína í hagsmunabaráttu þeirra.
h) Sambandið vill vinna að því, að öllu fólki, hvarsem er í
heiminum, séu trigð réttindi og möguleikar til þess að
öðlast þá mentun, sem hugur þess stendur til, án tillits
til þjúðernis, kinferðis, efnahags, stjúrnmálaskoðana eða
trúarbragða. Ennfremur vill sambandið stuðla að því,
að efnalitlir stúdentar njúti stirks frá hinu opinbera, og
allar kenslubækur og kensluáhöld verði úkeipis.
c) Sambandið vill stuðla að náinni kinningu meðal stúd-
enta í öllum líðfrjálsum löndum og auka þekkingu
þeirra á öðrum þjúðum.
d) Sambandið vill beita áhrifum sínum til þess að framfar-
ir í vísindum verði kunngjörðar og hagníttar í þágu
mannkinsins og heimsfriðarins.
Stofnun þessara alþjóífasamtaka stúdenta er tákn-
ræn firir þá tíma, sem við lifum á, og firir félagsleg-
an þroska stúdentanna. Einkunnarorð sambandsins
eru: Firir jrið og betri heim.
Stúdentar fengu smjörþefinn af villimensku nas-
ismans. Nú vilja þeir standa á verði um heimsmenn-
inguna og vinna með öllum líðræðissinnuðum öflum
að bættri sambúð þjóðanna og varðveislu friðarins.
Þeir vilja ekki stríð aftur.
Skulu hér að síðustu tilfærð nokkur atriði úr á-
liktunum stofnþingsins frá 1946. Þessi atriði sína
mjög vel, hverskonar samband er ltér á ferðinni:
5