Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Page 14

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Page 14
semi. AuSvitað skaut Páll þar heldur en ekki ifir markið, blessaður, því að hann eignar mér mest- alt lesmál blaðsins, og hugsa ég altaf hlítt til hans síðan, þvíað í slíkum fullirðingum felst óneitanlega mikið álit á minni persónu. Eg hef því dregið það í lengstu lög að hriggja bæði hann og sjálfan mig með því að segja hið sanna í málinu, þaðað ég á aðeins eina grein og eitt kvæði í þessu blaði, og er hvort tveggja birt undir fullu nafni. En síðan þetta gerðist, er liðið hátt á annað ár, og á þeim tíma hefur, því miður, gengið helst til mikið aftur á bak firir Páli. Og er hann ekki firsti efni- legi unglingurinn, sem daprast flugið í félagsskap vors dírðlega afturhalds. Þó hefur Páll reinst fastari firir en margur annar, þvíað hann hrapaði ekki í einni svipan — hann seig. Andleg pródúkt hans hafa litverpst smátt og smátt, og aldrei hefur hann orðið jafnaumur og í síðasta „Vöku“-blaði (nóv. ’46). Þar á hann grein, sem hefst með þessum orðum: „Þegar kommúnistar hérna í háskólanum hafa hlotið einhvern skell í kosningum eða á öðrum vettvangi, hafa þeir altaf eitt til að hugga sig við: „Við erum gáfaðastir og mest skáld af þeim öllum“. Það út- legst: Kjósið ekki kommúnista, þeir haja bœði gáj- ur og skáldskap til að hugga sig við, þótt þeir tapi, það höjum við „Vökumenn“ ekki, verið því hjarta- góð og kjósið okkur. Djúpt eru þeir sokknir, og aum- ir eru þeir orðnir. Annars á þetta víst ekki að vera meiningin hjá aumingja Páli, heldur er þetta aðeins klaufalegt orðalag, þvíað hann er með harmakvein út af því, að ótætis „kommarnir“ álíti sjálfa sig gáfaðasta og skáldmæltasta af öllum háskólastúdentum, þegar aft- ar kemur í greinina. Ekki veit ég, hvernig þessi- skoðun hefur komist inn hjá honum. Ég, sem þetta rita, hef nú verið við háskólann í 9 missiri og allan þann tíma filgst vel með skrifum róttækra stúdenta, en hvergi orðið þessa álits var þar. Ekki er mér heldur kunnugt um, að nokkur róttækur stúdent hafi látið sér orð í þessa átt um munn fara. Eina hugsan- lega skíringin finst mér sú, að þetta sé upphaflega sprottið af ótta sjálfs höfundarins við það, að rót- tækir stúdentar séu bæði greindari og skáldmæltari en „Vökumenn“. Þessi ótti hefur svo magnast (tæp- lega að ástæðulausu, þar sem um heilbrigðan mann er að ræða), valdið hugarangri og loks hálfgerðri ruglun. I þessari ruglun er hann svo með alskonar grillur einsog þær að telja sig hafa lesið eða heyrt ímislegt, sem aldrei hefur verið til annarstaðar en í hugskoti hans sjálfs. Páll er ekki fyrsti „Vökumað- urinn“, sem ber þennan ugg í brjósti, engu ómerkari menn en lögfræðingarnir Björgvin Sigurðsson og Einar Ingimundarson voru haldnir sama kvilla. Aftar í margumtalaðri grein er Páll, að því er virðist, að reina að sanna, að þetta, sem hann segir, að róttækir stúdentar álíti, hafi ekki við að rök að stiðjast. Leggur hann sig eflaust allan fram, þar sem um svo mikilvægt mál fyrir „Vökumenn“ er að ræða, en'þótt skrítið sé, verður árangurinn ekki að sama skapi. Firsta röksemd hans: „Hógværð og hjartans lítillæti hafa jafnan þótt einkenna sannan vísdóm, en í æsingu sinni hafa kommúnistar hróker- að hvorutveggja af sjónarsviðinu . . .“ Sannar þetta, að „kommúnistar séu jafnheimskir eða heimskari en „Vökumenn“? Ég hekl varla. Enginn, sem lil þekkir, mun halda því fram, að „Vökumenn“ séu vitund hóg- værari en aðrir, hvorki í ræðum sínum né ritum, og varla lítillátari heldur, nema að einu leiti: Þeir eru lítilþægir á skinsemi í stjórnmálaskoðunum. En slíkt litillæti er ekki neitt einkenni vitringa, það hlítur Páll að vita. Onnur röksemd Páls: „. . . þeir hafa ekki séð sér annað fært en reina að útmála með sem átakanleg- ustum skeljileik hið ótrúlega menningarleisi (Letur- hr. mín. E. H.) andstæðinganna . . . Ef einhver læsi eða heirði þau orð, sem kommúnistar láta frá sér fara hér í háskólanum, og legði á þau trúnað, mundi sá hinn sami vissulega álíta, að eitthvað væri hogið við stúdentsprófin á þessu landi.“ Þarna var Páll ó- heppinn, þvíað á sömu opnu og þessi ritsmíð hans er hirt lætur hann koma grein, sem sannar ótvírætt, að það er eitlhvað bogið við stúdentsprófin á íslandi. Sá pistill nefnist Frjáls verslun og er eftir Ólaf í. Hannesson, stud. jur. Fer þar svo lítið fyrir skóla- göngunni, að þess sjást hvergi rnerki, að höfundur- inn hafi lært að lesa og skrifa, og er þá mikið sagt. Ég get ekki verið að eiða rúmi blaðsins í að prenta þá grein upp hér, menn geta eflaust fengið að sjá hana í háskólabókasafninu í Blaði líðræðissinnaðra stúdenta, nóv. 1946, en stilli mig þó ekki um að taka upp eina málsgrein: „Barátta íslensku verslunarstétt- arinnar firir jafnrétti er einn þáttur frelsisbarátt- unnar.“ (Sbr. jafnrétti plebeia og patricia). Það þarf því ekki að trúa orðum „kommúnista“ til þess að halda, að stúdentsprófin séu ekki í lagi, nóg að lesa „Vöku“-blaðið. 12 NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.