Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Síða 15
Helztu atburðir í listum hér á landi
eru tvímælalaust, þegar Kiljan sendir
frá sér níja bók eða Kjarval opnar
mindasíningu. Þessa dagana heldur
Kjarval síningu í Listamannaskálan-
um við allmikla aðsókn.
Að lokum talar Páll um það sem fjarstæðu, að til
séu „Vökumenn“, sem brosi vandræðalega, ef þeir
heiri lesinn fallegan bókmentakafla, afþvíað þeir
skilji hann ekki. Jæja, greiin, þeir liafa þá tekið
framförum síðustu mánuðina.
Annars varð ég firir miklum vonbrigðum með
þessa grein Páls Lindals og efast ekki um, að betur
hefði mátt á málum halda. Að lokum ætla ég því að
veita honum og öðrum íhaldsmönnum háskólans of-
urlitla huggun með ])ví að benda þeim á, að í síðasta
„Vöku“-blaði voru þrjú kvæði, en ekkert í síðasta
eintaki Níja slúdentablaðsins. Þeir virðast því litlu
þurfa að kvíða um skáldskapinn, hvað sem allri rök-
vísi þeirra líður. Annars finst mér einkennilegt, að
Páll skuli ekki minnast á þessi þrjú kvæði, afþvíað
hanndeggur svo mikla áherslu á að afsanna ifirburði
róttækra stúdenta ifir sig og sína líka í þeim efnum.
Kanski vill hann sem minst hætta sér út á hina hálu
braut bókmentanna, en líklegra mun þó hitt, að eitt
erindi í kvæði Sverris Haraldssonar: Við vöggu
barnsins stóð ég — hafi aftrað honum frá því. Mér
er nefnilega ekki grunlaust, að Páll ritstjóri og á-
birgðarmaður hafi brosað vandræðalega, þegar þetta
erindi var lesið fyrir hann:
Munt þú verða heljan, sem brítur veg og varðar
og vísar öðrum leiðir;
eða bara fíflið, sem fáir vilja þekkja
og flestir eru reiðir?
NIJA STUDENTABLAÐIÐ
13