Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Síða 20

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Síða 20
BJORN ÞORSTEINSSON, stud. mag.: Athugasemdir við sjónarmið Magnúss prófessors Pólitískur „Víga-Stir" Prófessor Magnús Jónsson ritaði alllanga grein í Stúdenta- blaðið 1. des. s.l. og nefnir liana: „Sjónarmið í sjálfstæðis- rnálinu". Með þessari grein kemur fram á ritvöllinn og lætur í ljós skoðanir sínar um málefni, sem er ofarlega á döfinni, þaulvanur stjórnmálagarpur, afgamall sjálfstæðismaður og þaraðauki prófessor í guðfræði, svoað ætla má, að hann viti, hvað til síns friðar heirir þessa heims og annars. Ifér er því hægt að búast við, að rætt sé um málin af vísdómi og skin- semi. Hér er mikils að vænta af hámentuðum og lífsreindum manni. Eg verð að viðurkenna þegar í stað, að ég varð firir dálitlum vonbrigðum, þegar ég las þessa grein gtiðfræðings- ins. Að vísu geri ég ráð firir, að hún sé allgóð eftir því, sem efni standa til. Magnús er maður gáfaður að flestra áliti. Þess vegna geta skrif hans ekki verið fávísleg af meðfæddri heimsku hans. Ifann er prófessor í guðfræði og þar með einn helsti leiðtogi guðskristni hér á landi. Slíkur maður hlítur að hafa lagt rækt við skapgerð sína. Hann hlítur að breita eftir boðorðunum, fara ekki í manngreinarálit, vera verndari lítilmagnans og fullur heilagrar vandlætingar, þegar réttur málstaður er fótum troðinn, og bera aldrei ljúgvitni, hve mörg hlutabréf eða önnur veraldleg verðmæti sem í boði eru. Magnús er sjálfstæðismaður. Þess vegna hlítur hann að vilja heill og fullveldi þjóðar sinnar og beita öllum kröftum sínum aður. Hann er einsog dauðinn. Þá er einsog lífið sé að enda. Það er svo langt, þangað til að vorið kemur aftur, og svo margt, sem getur gerst, — svo margt. Heill vetur. Það er heil eilífð með ótal andvökunótt- um og frosti á glugganum. Og þá er einsog vorið ætli aldrei að koma. Og svo þegar það loksins kemur, trúir maður því ekki, en þá er það líka of seint. Fegursta vorið kemur aðeins einu sinni. Hann tekur í hönd hennar, og þau vita ekki, hvað þau eiga að segja. Það er einsog himinninn sé alt í einu orðinn svo drungalegur, veröldin svo köld og hræðileg. En ósjálfrátt færa þau sig nær hvort öðru, og þá finna þau, að það er skilnaðurinn, en ekki veröldin, sem orkar þannig á tilfinningar þeirra. — Við síðasta tillit, þegar þau kveðjast, er einsog andlit hennar hvísli að honum þessum orðum: Komdu aftur--------------. til að sjá sjálfstæði hennar sem best borgið. Þessa og marga aðra ágæta eiginleika ætti þessi dánumaður að hafa til að bera. Þeir ættu að vera rauði þráðurinn í skrifum hans og störfum, og sjá, guÖskirkja mundi eflast í landinu að virð- ingu og vinsældum. Ég geri ráð firir, að fleslir, sem þekkja Magnús lítið eða störf hans, muni trúa því trauðlega, að maður í slíkri stöðu sem hann láti snúa sér í pólitískar hrakreisur til framdráttar vafasömum málstað. Það er alkunna, að Magnús hefur átt í talsverðum útistöðum um dagana firir þá stétt á landi hér, er helst mun svipa til Faríseanna fornu í hinu helga Kanaan. Firir þessa menn hefur hann oft siglt tæpan beitivind um binn pólitíska forarpoll, svoað virðing lians, deildarinnar, sem hann kennir við, og kirkjunnar í landinu hefur ekki vaxið af þeirri starfsemi hans, og ber raun vitni um það. Ég efast ekki um, að holt væri firir þjóðina, að góðir og grandvarir menn létu sig stjórnmálin meira skipta en þeir hafa gert til þessa, svoað þar irði beitt heiðarlegri brögðum en gert er. Magnús verður þó tæplega sakaður um viðleitni í þá átt að göfga íslensk stjórnmál, ef dæma á eftir umræddri grein í Stúdentablaðinu. I upphafi hennar virðist vera talsverður tvíveðrungur á höfundi, er hann hleipir út á ritvöllinn. Það er einsog þess- um postullega manni, sem ætti að hafa sannleiksást og hrein- lindi að leiðarljósi, virðist leið sín vera þirnum stráð. Slíkt er engin níjung, að þröngt sé ldiðið og mjór vegurinn, sem hinir sælu ganga, og ætti Magnús ekki að kippa sér upp við forna reinslu. En það er uggur í manninum. Stórirði falla þessum hámentaða manni ekki í geð. Idann næstum biðst undan þeirri kurteisi að vera bendlaður við að vilja for- heimska h'ðinn. Mér virðist koma í ljós þegar í upphafi greinarinnar, að einhver rödd hið innra með höfundinum sé á móti því, að hann ráðist undir þann áraburð, er viljinn bíður. Það er auðfundið, að Magnús þarf að herða sig upp, þvíað hinn andlegi kuggur hans vill lielst liggja kirr í naust- um. Skildan við eitthvað ifirskiggir þessa tregðu eða viðbjóð höfundar, og hann heldur í forhertu skapi úr hlaði. Hornsteinar sjálfstæðisins Annar kafli greinarinnar fjallar um það, sem prófessorinn nefnir hirningarsteina sjálfstæðismáls Islendinga. Þessa hirn- ingarsteina telur hann þrjá, og eru það: 1. Stjórnarfarslegt jrelsi, fullt vald ifir öllum málum innan lands og utan ríkis. 2. Mikil og almenn mcnning, er búi við góð skilirði og taki jöfnum höndum til þekkingar og skaphafnar. NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ 18

x

Nýja stúdentablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.