Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Page 24

Nýja stúdentablaðið - 01.02.1947, Page 24
margir auðhiggjumenn, sem eru hérumbil heiðarlegar sálir og vilja þjóð sinni vel, fara að því að gilla þennan samning firir sér. Þótt þeir séu vanir að tæla sjálfa sig á margvísleg- an hátt með stolnum hugtökum, hélt ég, að hinn forheimsk- andi skollaleikur þeirra í stjórnmálum væri ekki búinn að svifta þá svo öllu raunsæi, að þeir skildu enn mælt mál. Það er hægt að firirgefa Vökupiltum, þótt þeir skrifi fjálglega um „frjálsa verslun". Hver maður veit, að skrif þeirra um þau mál eru annaðhvort bigð á fávisku eða heimsku. Þar getur tæplega verið um neina mannvonsku að ræða. Sama er að segja um einstaklingsframtakið. Það er ósköp vesöl rök- fræði hjá heilvita mönmim að telja sig vera að vernda þetta marglofaða framtak með því að svipta fjölda manna fjár- hagslegu sjálfstæði og þar með mögulcikanum til að njóta krafta sinna. En þetta eru smámunir hjá þeim kórvillum, sem sömu menn gera sig seka um í sambandi við flugvalla- samninginn. Táknrænt dæmi um málflutning samningsmanna er þessi setning, tekin úr leiðara Morgunblaðsins 12. jan. 1947. Þar ræðir um það, er sósíalistar rufu stjómarsamstarfið og segir: „Sósíalistar báru við ágreiningi um flugvallarsamninginn við Bandaríkin, sem þeir töldu gerðan í óþökk Sovétríkjanna“. Hér skiftir minna máli, að þessi setning er ligi, heldur en skammsínin, sem felst að baki henni. Iljá talsverðum fjölda manna hér á landi eru Sovétríkin einhver erkióvinur, sem þeir vilja gera alt til miska. En það sannast á þeim mönnum, að þeir vilja í því efni vel, en mega illa. Sovétríkjunum og sósíalismanum er unninn lítill geigur með starfsemi þessara manna, en aftur á móti er hún talsvert hættuleg firir Islend- inga sjálfa sem heild. Flugvallarsamningurinn er ekki hættu- legastur firir Sovétríkin, heldur first og fremst firir okkur og sfðan allar aðrar smáþjóðir í veröldinni. Hver maður með heilbrigðri skinsemi sér í hendi sér, hvor stjórnarstefnan hefði orðið okkur til meiri gæfu og gengis, sú, sem farin var, eða hin, að íslendingar hefðu leitað samstarfs við Norður- landaþjóðirnar helst ásamt fleirum smáþjóðum um sam- ræmda stefnu í utanríkismálum. Norðurlandaþjóðirnar hefðu reint að veita hver annarri siðferðilegan stirk til að hrinda allri erlendri ásælni í löndum sínum. I stað þess að snúast þannig við málunum settum við íslendingar á okkur smán- arblett. Með flugvallarsamningnum gerðumst við firstir hlut- lausra smáþjóða eftir þessa stirjöld til að bjóða hættunni heim og láta undan ágengni annarra. Auðhiggjumennirnir hér á landi héldu sennilega, að þeir væru að kalla einhverja ógn og skelfingu ifir Rússa með samningnum, en næst smán- inni og ógninni, sem samningurinn bakar okkur Islending- um, sköpuðum við fordæmi og gáfum tilefni til þess, að Rúss- ar reindu að stirkja aðstöðu sína með hliðstæðum bæki- stöðvum á Skandinavíu, og er sh'k ásælni af þeirra bálfu þegar komin á daginn. Hér verður því sem áður. íhaldið hér vill sennilega vel, en iná ósköp illa. Líftrigging Bandaríkjanna Um síðari hluta greinarinnar get ég verið fáorður. Magnús gerir talsvert úr göfugmensku Bandaríkjanna, er þeir viður- kendu líðveldisstofnun okkar 1944, en hann kemst þó að þeirri niðurstöðu, að við hefðum verið alls góðs maklegir af hinu volduga rfki þeirra. Hann fer einnig nokkrum orð- um um umræður þær, er urðu um samninginn. Þar her hann fram sem rök firir samningsgerðinni, að Bandaríkjamenn mundu verða okkur erfiðir í samningum, ef við hefðum neit- að þeim um þá líftriggingu, sem Keflavíkurflugvöllurinn væri sonum þeirra. Um þetta atriði þarf varla að ræða. Það kom aldrei fram í umræðuin um þetta mál, að leggja ætti flug- völlinn niður eða banna Bandaríkjamönnum að lenda á hon- um. Aðalkjarni málsins er þessi: Áttu íslendingar eða Bandaríkjamenn að ráða starfrækslu vallarins og breitingum, sem á honum kinnu að verða gerðar? Einnig má benda á í þessu sambandi, að um nokkurt skeið í vetur höfðu Banda- ríkjamenn völlinn lokaðan mestan hluta sólarhringsins. Líf sonanna voru ekki í meiri hættu stödd þá. Magnús stað- hæfir einnig, að Bandaríkjamenn hefðu ekki getað litið á sinjun af okkar hálfu öðruvísi en óvinarbragð. Ef nokkuð er til, sem heitir hetri vitund í skapi Magnúsar, þá eru þessi orð mælt gegn henni. Ef við hefðum viljað ganga þannig frá hnútunum, að Bandaríkjamönnum væri bönnuð lending hér firir flugvélar, þá væri það sennilega óvinarbragð, en um slíkt var aldrei að ræða. íslensk forusta og utanríkismál Það þikir altaf nokkrum tíðindum sæta, er þjóðir hefja forgöngu um einhver mál. Hér gefur á að líta. Auðhiggju- mennirnir á íslandi telja sig hafa unnið drjúgt þrekvirki með þessari samningsgerð. Það hefur verið farið mörgum herfilegum orðum um þann hluta kvenþjóðarinnar, sem leig- ir eða verslar með blíðu sína. Firrnefndum mönnum mun ganga bísna illa að hreinsa sig af því ámæli, að vilja skorti þá ekki til að leigja land sitt, og nokkru komu þeir til leið- ar í því efni. I framtíðinni munum við íslendingar stæra okkur af öðru firr en því, að við höfum orðið firstir hlut- lausra smálijóða til að auka á stirjaldarhættuna eftir heims- stirjöldina 1939—’45. Magnús fer að lokum nokkrum orðum um utanríkismál og menningarlegt sjálfstæði okkar íslendinga. Ilann bendir þar á, að utanríkismál séu að verða meir og meir að hrein- um viðskiftamálum. Sendisveitir og ræðismannaskrifstofur eru stöðugt að fást frekar við verslun og viðskifti en áður. Ég tel, að ílialdinu sé holt að athuga þessa staðreind og þau áhrif, sem hún hefur á „frjálsa verslun“ og gildi heildsala- stéttarinnar firir þjóðfélagið. Sannleikurinn er sá, að þessi þróun utanríkismála gerir þá stétt að mestu óþarfa, þvíað af herðum hennar er létt öllu vafstri við að útvega vörur og markaði. Það færi því miklu betur á því, að heildsölunum væri komið á fátækraframfæri og þeim væri eigi lengur framfleitt á duldum ríkisstirk firir að vinna engin þjóð- nitjastörf. Eg hef þá trú á menningu og lífskrafti þessarar þjóðar, að hún standist fjörbrot hins ganila tíma og úrelta skipulags. Grein Magnúss Jónssonar er að ímsu leiti lærdómsrík. Þar kemur skírt fram, í hve mikla úlfakreppu auðhiggjumenn- irnir eru komnir hér á landi. Ilræsðlan um málstað sinn og uppgjörið hefur grafið svo um sig hjá þeim, að Jieir, sem hafa verið taldir hinir gáfuðustu meðal þeirra, gera sig seka um hið fávíslegasta athæfi. Þeir finna, að enginn máttur er til, sem getur bjargað málstað þeirra. Þess vegna reina þeir að þirla upp blekkingarmoldviðri til að villa mönnum sín. NÍJA STÚDENTABLAÐIÐ 22

x

Nýja stúdentablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/608

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.