Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 6

Hlín - 01.01.1925, Page 6
I 4 Hlin Því lífið er dagur í dýrlegri höll, þar dauðlegir þegnskyldu inna. Herganga’ á alheimsins orustuvöll, þar etja menn kappi, þar berja þeir tröll; en — þar þarf að vaka og vinna. A R. S. Fundargerð aðalfundar »Sambands norðl. kvenna«, árið 1925. Miðvikudag 1. júlí var sambandsfundur norðlenskra kvenna (hinn 12.) settur og haldinn i barnaskólahúsinu á Siglufirði. I. Forstöðukona Kristbjörg Jónatansdóttir, Akureyri, setti fundinn og stýrði honum. Nefndi til skrifara Pórdísi Ásgeirsdóttur, Húsavík, og Laufeyju Pálsdóttur, Akureyri. Ávarpaði hún fundarkonur nokkrum vel völdum kvéðju- og hvatningarorðum, lagði sjerstaklega áherslu á að kon- ur jafnan kæmu fram með velvild og skilningi gagnvart andstæðingum sínum í hinum ýmsu málum þeirra og ljetu sjer þau víti að varnaði verða, sem nú eitra og óprýða stjórnmál og blaðamensku landsins. Pví næst skýrði hún frá störfum stjórnarinnar á árinu. Hafði stjórn- inni tekist að fá sjera Magnús Helgason til að ferðast um sambandssvæðið mánaðartíma og halda þar fyrirlestra um uppeldismál. Kóstaði sambandið ferð hans, en sjálfur starfaði hann endurgjaldslaust. — Ungfrú Sigurborg Krist-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.