Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 10

Hlín - 01.01.1925, Page 10
8 Hlln semi og vill styðja hana eftir mætti, telur sig best geta það í sambandi við uppeldismálin.« Var hún samþykt með 8 atkv. gegn 5. VIII. Heilbrigðismál: Framsögukona Sólveig Pjetursd. Hafði hún sjerstaklega áhuga fyrir að bæta hjúkrun heima í sveitum. Málið nokkuð rætt. Samþykt í einu hljóði svohljóðandi tillaga frá Guðrúnu Björnsdóttur: j>Fundurinn skorar á deildir Sambandsins að reyna, hver í sinni sveit, að fá lækna og hjúkrunarkonur til þess að halda öðru hvoru alþýðufyrirlestra eða á annan hátt hefja sem oftast umræður um heilbrigðis- og þrifnaðarmál.« Pá var tekið fyrir að ræða um Heilsuhæli Norðurlands. Var nefnd þeirri, er hefir sjóðstjórn þess með höndum, falið að afhenda sjóðinn »Heilsuhælisfjelagi Norðurlands« þegar þörf gerist. Sjóðurinn er nú að upphæð kr. 73.732 55 auk 10 þús. kr. er Eimskipafjelag íslands hefir lofað og óinnheimtar rentur sem munu nema nokkuð á annað þúsund krónur. IX. Uppcldismál: Framsögukona Guðrún Björnsdóttir. Talaði hún aðallega um uppeldi barna frá siðfræðis- legu hliðinni og benti á hve nauðsynlegt væri, að full- orðna fólkið væri ávalt vakandi fyrir hverja fyrirmynd það gæfi börnunum. Var málið töluvert rætt og virtust konur alment hafa áhuga fyrir að koma á meiri verklegri kenslu í skólum, einkum í kaupstöðunum. X. Garðrœkt: Framsögukona Albína Bergsdóttir. Málið rætt á víð og dreif. Engin tillaga í því. XI. Lesnir upp endurskoðaðir reikningar Sambandsins Og samþyktir.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.