Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 16

Hlín - 01.01.1925, Page 16
14 HÍÍn nú ér látin í Ameriku, og með 100 krónu gjöf frá fjé* laginu sjálfu. Hefir fjelagið svo árlega lagt dálitla pen- ingaupphæð í sjóðinn eftir því sem peningar hafa safnast. Árið 1914 keypti fjelagið minningarspjöld fyrir sjóðinn, og hafa þau gefið af sjer á 3ja þúsund krónur. Sjóður- inn er nú orðinn um 5000 kr. Árið 1915 gekst fjelagið fyrir að stofnaður yrði sjóður til kirkjubyggingar, og hefir það á þessum árum unnið að því að safna fje í þann sjóð, með ýmsum samkom- um, hlutaveltu og gjöfum frá fjelögum og einstökum mönnum. Vorið 1921 var byrjað að byggja kirkjuna og var hún vígð 6. ágúst 1922. Kirkjan rúmar 4-500 manns, og er vel vönduð að smiði og málningu. — Síðan við byrjuð- um á kirkjubyggingunni höfum við ekkert safnað í sjúkra- sjóðinn, nema það sem komið hefir inn fyrir minningar- spjöldin. Við vonum þó að eiga eftir að starfa fyrir hann, þótt seinna verði. — Pað sem við höfum unnið inn síðustu árin hefir gengið til að greiða skuldir kirkjunnar, og vonum við að þess verði ekki langt að bíða að við getum losað okkur við þær. Tala fjelagskvenna er sem stendur 23 og hafa þær sem næst haldið þeirri tölu síðan fjelagið var stofnað. Heilbrigðismál. Lög Hjúkrunarfjelags Akurnesinga.* 1. gr. Fjelagið heitir »Hjúkrunarfjelag Akurnesinga. 2. gr. Fjelagssvæðið er fyrst um sinn Akraneskauptún, * Margir hafa óskað eftir að fá lög einhvers hjúkrunarfjelags til fyrirmyndar. — Þessi lög hafa reynst vel. Fjelagið á Akranesi er

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.