Hlín - 01.01.1925, Síða 17
Hllrt
15
én ef fjárhagur fjelagsins Ieyfir og nægileg hluttaka fæst
frá hinum hluta prestakallsins, má með fundarsamþykt
stækka fjelagssvæðið, svo að það nái yfir alt Garða-
prestakall.
3 ára og blómgast ágætlega. Fjelagsmenn eru hálft annað hundr-
að. Hjúkrunarkona hefir starfað hjá fjelaginu í 2 ár og fær hún
mikið Iof. Hún nam hjúkrun á 6 mán. námsskeiði við Akureyrar-
spítala (nú eru hjúkrunarnemar þar árlangt), kostaði sjálf nám
sitt og er ráðin hjá fjel. til eins árs í senn. Árslaun 1200 kr. —
Daggjald fyrir hjúkrun hefir verið 3.00, en 5.00 fyrir sólarhrings
hjúkrun. — Fjelagsmenn í hjúkrunarfjelagi þessu greiða 20%
lægra fyrir hjúkrun en utanfjelagsmenn. — Flestir sjúklingar hafa
greitt gjald fyrir hjúkrun, en nokkrir fátæklingar hafa fengið hana
ókeypis.
Fjelagið nýtur ekki styrks úr sveitarsjóði (sumstaðar styrkir bæj-
ar- eða sveitasjóður hj.fjelögin). — Hjúkrunargögn á fjelagið:
Herðagrind, hlífðargrind, nýrnaskál, 2 sjúkrapotta, þvagglas, 2
þvagleggi, skolkönnu og 2 leguhringi.
Ekkert mál, sem S. N. K. hefir haft með höndum, hefir náð
svo mikilli hylli almennings sem hjúkrunarkvennamálið. Hjúkrun-
arfjelög hafa myndast til og frá á Norðurlandi, og nokkur í öðr-
um landsfjórðungum, einungis til að gangast fyrir útvegun hjúkr-
unarkvenna, og kvenfjelögin hafa tekið málið upp á stefnuskrá
sína. Fjelögin hlutast til um að stúlka Iæri, — valin með sjerstöku
tilliti til þessa starfa, — þroskuð stúlka og vel gefin, hreinlát og
glaðlynd, og sem hefði sjerstaklega löngun til að hlynna að veik-
um. — Því hefir starfið orðið blessunarríkt og að gagni, þrátt
fyrir það, þó námið hafi ekki verið lengra en þetta. Það er ekki
alt komið undir Iöngu námi. — Stuttu námsskeiðin (ársnámsskeið-
in) megum við með engu móti missa. Því hver hreppur á land-
inu þarf að fá hjúkrunarkonu, og það sem fyrst. Smásaman má
líka Iengja námstímann, eftir því sem skilningur á starfinu eykst.
Það er þegar orðið ferfalt Iengra en var í fyrstu (3 mán.), enda
eru kjörin, sem sjúkrahúsin bjóða, orðin mun betri en áður, 20
—30 kr. um mánuðinn og alt frítt.
í sveitunum stunda hjúkrunarstúlkur aðra vinnu, eins og t. d.
ljósmæður, en eru skyldar að vera jafnan til taks, ef á liggur.
Þær hafa föst laun, 150 -200.00, og dagkaup fyrir hjúkrun eftir
taxta. Fjelagið stendur þeim skil á því kaupi líka.