Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 19

Hlín - 01.01.1925, Page 19
17 tílltl 6. gr. Fjelagið kýs sjer fimm manna stjórn til tveggja ára í senn. Úr stjórninni ganga þrír menn annað árið, tveir menn hitt árið. í fyrsta sinn ræður hlutkesti. Stjórn- in kýs úr sínum flokki formann, ritara og fjehirði. Enn- fremur kýs fjelagið 2 varamenn og 2 endurskoðendur til tveggja ára í senn. 7. gr. Fjelagsstjórnin útvegar hjúkrunarkonur og semuf erindisbrjef fyrir þær eftir samráði við hjeraðslækni. Sjeu eigi tök á að fá til hjúkrunarstarfsins þá konu, er vanist hafi sjúkrahjúkrun á spítala eða undir eftirliti læknis, er stjórninni heimilt að veita einhverri þeirri konu, er hún telur til þess hæfa, styrk af fjelagssjóði til hjúkrunarnáms, þó með því skilyrði, að hún skuldbindi sig til að vera að minsta kosti þrjú ár í þjónustu fjelagsins, eða útvega ella aðra hjúkrunarkonu jafn hæfa í sinn stað. 8. gr: Nú óskar einhvér á fjelagssvæðinu hjúkrunar, og ber honum þá að snúa sjer til hjeraðslæknis, en ef hjúkr- unarkonan er annarsstaðar bundin við hjúkrunarstörf, eða ef fleiri en einn óska hjúkrunar í senn, ræður úr- skurður hjeraðslæknis um hvar þörfin er mest, og skal hjúkrunarkonan þá hjúkra þar svo lengi, sem læknir ákveður eftir samráði við fjelagsformann. — Að öðru jöfnu sitja þeir fyrir sjúkrahjúkrun, sem eru meðlimir hjúkrunarfjelagsins eða einhvers annars fjelags, er árlega styður hjúkrunarfjelagið með hæfilegum fjárframlögum. 9. gr. Aðalfundur skal haldinn í októbermánuði ár hvert. Oefur formaður þar skýrslu um starfsemi fjelagsins og leggur fram endurskoðaða reikninga þess. Stjórnin getur boðað til aukafunda, ef þörf krefur. 10. gr. Aðalfundur er lögmætur, ef hann er boðaður með þriggja daga fyrirvara. Á aðalfundi má bera fram tillögur um breytingar á lögum þessum og ná þær sam- þykki, ef 2/3 fundarmanna greiðir þeim atkvæði. 11. gr. Lög þessi eru samþykt á fundi fjelagsins 19. febrúar 1922. 2

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.