Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 20

Hlín - 01.01.1925, Page 20
18 HÍiri Um líknarstarf og fjelagsskap. Érindi flutt á Sambandsfundi norðlenskra kvenna á Húsavík í júnímánuði 1Q24. Það er eitt sem bindur okkur öll vináttuböndum. Það er ástin á landinu okkar, þessu vorbjarta tignarlega landi, sem við erum svo lánsöm að eiga fyrir ættarland. — Öll viljum við vinna eitthvað það, sem getur orðið landinu okkar og þjóðinni til sóma og sannrar farsældar, bæði nú og f framtíðinni. — En hvernig stendur þá á því, að oft, þegar við ætlum að framkvæma eitthvað það, sem gæti orðið landi og lýð til blessunar, gengur okkur svo illa að verða samtaka, og kraftarnir sundrast svo mikið oft og tíðum, að ekkert verður úr okkar besta vilja. Við vitum það þó, að samtök eru lífsskilyrði allra verulegra framkvæmda? Pessari spurningu er sjálfsagt vandsvarað, en mjer dettur í hug gamla og góða sagan um það, að mennirnir töluðu einu sinni allir sama tungumálið, og fundu mátt sinn í því, að þeir skildu hver annan. — Peir hugsuðu sjer þá að byggja turn, sem næði til himins. — Alt gekk vel í fyrstu, turninn hækkaði óðum, af því að mennirnir voru samtaka. En svo fóru tungumálin að breytast, mennirnir hættu að skilja hver annan, og einn reif niður það sem annar bygði upp. — Með skilnings- leysinu kom vanmáttur þeirra og sundrung. Petta er alt af að endurtakast í heiminum; mennirnir eiga æfinlega einhvers konar hugsjónahimin, en það gengur oft erfið- lega að byggja turninn þangað upp, af þvf að mennirnir misskilja hver annan og rífa niður hver fyrir öðrum. — Pað er ekki auðgert að komast fyrir rætur þessa mikla meins mannkynsins, en jeg minnist þess í sögunni »Á Ouðs vegum« eftir Björnson, að þegar Kristinn Larsen var að læra enskuna hjá Ragni, sagðist hann vera að skapa sjer vængi, hann ætlaði vestur um haf til Ameriku.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.