Hlín - 01.01.1925, Page 22
Hlin
20
sem liggur norður og niður« og eyddu sjálfir menningu
sinni, margra ára ávexti mikillar og víðtækrar þekkingar.
— Þess vegna, þegar við íslendingar ætlum að efla sanna
menningu okkar, megum við ekki gleyma þessum mikla
máttarviði hennar, bróðurkærleikanum, svo ekki verði
ávextir þekkingarinnar eitruð eyðilegging alls þess besta
sem við eigum.
Ein grein bróðurkærleikans er liknarstarfsemi. Jeg er
ekki í efa um það, að sumum -þyki jeg taka hjer of djúpt
í árinni: að líknarstarf sje einn þáttur sannrar menningar.
Pví ekki er skilningurinn á því starfi meiri en það, að
ekki ómerkur maður hefir látið það sjást á prenti eftir
sig, að líknarfjelög væru, sum að minsta kosti, stofnuð
til þess, að fáeinir menn eða konur gætu látið ofurlítið á
sjer bera, þyrftu að hafa eitthvað til að vasast í, og að
við ættum að tryggja okkur svo vel fjárhagslega, að líkn-
arfjelög mættu hverfa úr sögunni. En þar til er því að
svara, að líknarfjelög eru langoftast stofnuð á tíma neyð-
arinnar, þegar mennirnir hafa þurft mest á bróðurkærleik
og hjálp að halda. Mætti sýna ótal dæmi þess, því alt af
eiga einhverjir þann hugsjónahimin að »ljetta bróður síns
byrðic. Og í öðru lagi, hve vel sem menn verða trygðir
fjárhagslega einhverntíma í framtíðinni, verðum við að
haga okkur eftir þeim lífsskilyrðum, sem nú eru fyrir
hendi, og á meðan veikindi og sorgir heimsækja menn-
ina, þarfnast þeir hjúkrunar og samúðar. Þess vegna má
líknarstarfsemin ekki hverfa, og er áreiðanlega öflugur
þáttur sannrar menningar. — Eitt af okkar bestu skáld-
um segir líka:
>Hvað er frelsi þitf, bygð?
Það er drenglyndi og dygð,
það er dáðin í siðferði þjóða.
Hvað er menning þín sjálfs,
uns þú fúslega og frjáls
setur fjör þitt í veð hinu góða?