Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 23

Hlín - 01.01.1925, Page 23
Hlitl 21 Hver er framförin mest? Að þú breytir sem best, og við bróður þinn Iifir í friði. Að þú leggir til stein, þar sem lækna þarf mein, en sem lífstein á skyldunnar sviði.« Pað hefir margur góður fslendingur fundið það skyldu sína að leggja til lifstein í sár meðbræðra sinna, en of margir gleyma því samt enn í dag. Mig langar til að minna ykkur sjerstaklega á tvo menn úr sögum okkar, sem ekki voru upp úr því vaxnir að Ijetta byrðar bræðr- anna. Annar þeirra er Áskell goði. — Það var eitt sinn í fornöld, að harðindi gengu í Þingeyjarsýslu, var þá fundur haldinn að Pverá í Laxárdal. Þar kom mönnum saman um að gera áheit til veðrabata. — Ljótur hofgoði vildi láta heita því að gefa til hofs, en bera út börn og drepa gamalmenni, og urðu margir til að styðja þessa tillögu, en Áskell goði sagði, að rjettara væri að gera skaparanum tign með því að duga gamalmennum og 'eggja Þar til íje, en fæða upp börnin. Og svo lauk þvi máli, að Áskell rjeði, þó margir mæltu í móti í fyrstu. — Fyrir visku og kærleika þessa göfugmennis fornaldar- innar var hafin líknarstarfsemi, þó »margir mæltu i móti«, og þetta áheit var gert til veðrabata. Finst ykkur ekki að Áskell goði hrópi til okkar, ekki úr gröf sinni, heldur frá himni sínum, um það að gera áheit til veðrabata í þjóðfjelagi okkar? Pað áheit að stofna heilsuhæli, hjúkra sjúkum, duga gamalmennum og ala upp munaðarlaus börn; í fáum orðum: hlúa að bróður- kærleikanum, starfa óhikað með fjöri og áhuga, þó sumir mæli enn i dag á móti. Hinn maðurinn, sem jeg vil minna ykkur á, er Lár- entíus biskup, og styðst jeg hjer við fyrirlestur Þorvaldar Guðmundssonar um hann. — Lárentíus var hinn mesti lærdómsmaður og biskup Norðlendinga á fyrri hluta 14.

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.