Hlín


Hlín - 01.01.1925, Page 25

Hlín - 01.01.1925, Page 25
Hlín 23 eins mikið að okkur kveða í líknarstarfi og Lárentíus biskup, getum við þó safnað saman kröftunum og reynt að endurkasta þeirri birtu sem á okkur skín frá okkur meiri mönnum, og leitast við að láta þá birtu leggja á dimma vegu meðbræðranna, sem harðast vefða úti í kulda mannlífsins. — En ef við eigum nokkru að orka, sem um munar, verðum við að skilja það, að fjelags- skapur er okkur ómissandi. — Jeg hefi heyrt marga segja sem svo: »Við getum alveg eins hjálpað öðrum, þótt við sjeum ekki í neinum fjelagsskap.« — Þetta er ekki rjett hugsað. Það má segja um fjelagsskap, að hann leysi bundna krafta og þeir eru meiri samansafnaðir frá mörg- um; þar vekur hver annan til umhugsunar og fram- kvæmda. — í fjelögum geta fátækir Og ríkir starfað sam- an. Pá fátækari Iangar oft engu síður til að Ijetta byrði bræðra sinna en þá ríkari. En með sitt eindæmi geta þeir það ekki, svo nokkru nemi; en þeir geta lagt aura i sameiginlegan sjóð, og á þann hátt safnað saman kröft- unum og átt þá ánægju að vita, að þeir hafi lagt sinn skerf til þess að styðja sigur þess góða í heiminum, og þá ánægju getur enginn frá þeim tekið. Prátt fyrir aukna mentun fólksins erum við íslendingar sumir hverjir ekki svo þroskaðir enn, að við skiljum til fulls nauðsyn fjelagsskapar, ef nokkuru góðu á að verða framgengt fyrir land og lýð. Pað sjest best á því, hve áhuginn er lítill í mörgum fjelögum, og einnig á því, hve lítið má oft útaf bera, til þess að við beinlínis stökkv- um úr fjelagsskap og samvinnu. Við vitum það þó, að fátt er fullkomið á þessari jörð, Og að öllum okkar störf- um geta fylgt meiri og minni yfirsjónir, þó þau sjeu framkvæmd af besta vilja og viti, sem við höfum völ á. — Pað er þess vegna óafsakanlegt þroska- og menningar- leysi að fara úr fjelögum, sem vinna að góðri og göfugri hugsjón, að eins af þvi að okkur líkar ekki til fulls ein- þver starfsemi þess, og það jafnvel þótt hún vinni í átt-

x

Hlín

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlín
https://timarit.is/publication/610

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.